Þann 6. október hófst innheimta vangreiddra iðgjalda vegna launatekna og reiknaðs endurgjalds ársins 2024.
Krafan er vegna ógreiddra iðgjalda tekjuársins 2024. Krafan verður til við skattaeftirlit hjá Ríkisskattstjóra en hann samkeyrir álagningarskrána við skrár frá lífeyrissjóðum landsins. Ef ekki hefur verið greitt í neinn lífeyrissjóð ber okkur að sjá um innheimtuna í samræmi við 6. gr. laga nr. 129/1997.
Vinsamlegast athugið að greiða þarf iðgjald í lífeyrissjóð af öllum launatekjum, ekki bara af grunnlaunum eða aðalstarfi.
Upplýsingar um kröfuna berast til þín á næstu dögum í pósti.
Hægt er að senda sjóðnum fyrirspurn á skilagreinar@birta.is en öllum fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og kostur er.