Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að og birt var í vikunni. Samanburðurinn sýnir að íslenska lífeyriskerfið fær góða útkomu í mörgum þáttum. Þá er talað um að kerfið er sjálfbærara, skilar meiri réttindum og hefur yfir meiri auðlindum að ráða en lífeyriskerfi annarra þjóða auk þess að njóta talsverðs trausts í samanburði við önnur kerfi.
Lífeyriskerfin geta mest fengið 100 stig á vísitölulistanum. Ísland, Holland og Danmörk ná yfir 80 stigum og teljast því búa við öflug lífeyriskerfi sem skili góðum réttindum, séu sjálfbær og með trausta umgjörð.
Þau efstu:
Þau neðstu:
Þessi samanburður lífeyriskerfa byggist annars vegar á talnaefni frá Efnahags- og framfarastofnunni – OECD og öðrum fjölþjóðastofnunum og gagnabönkum og hins vegar á upplýsingum sem sérfræðingar hjá Mercer og fleiri hafa aflað í viðkomandi ríkjum.
Þeir aðilar sem standa að samningi við Mercer-CFA Insitute fyrir Íslands hönd eru Landssamtök lífeyrissjóða, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabanki Íslands.