Fundinum er ætlað að veita svör við helstu spurningum sem samkvæmt reynslu okkar vakna í tengslum við þessi tímamót. Sjóðfélagar sem nálgast töku lífeyris geta því kynnt sér lífeyrisréttindi sín almennt og fengið ýmsar upplýsingar sem hjálpa við að ákveða hvenær þeir hefja töku lífeyris.
Hvenær? Mánudaginn 27. maí kl. 17
Hvar? Í sal Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða 27, 110 Reykjavík.
Boðað verður til fundarins með bréfi til þeirra sjóðfélaga sem verða 64 ára á árinu 2019 en við viljum benda áhugasömum á að það er öllum velkomið að skrá sig.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir kl. 15:00 mánudaginn 27. maí 2019 í síma 480 7000 eða með tölvupósti á birta@birta.is