Landssamtök lífeyrissjóða hafa opnað vefinn lífeyrismál.is þar sem er að finna margvíslegt kynningarefni og upplýsingar um lífeyrismál, lífeyrisréttindi, starfsemi lífeyrissjóða og ótal margt sem tengist lífeyriskerfi landsmanna beint eða óbeint. Jafnframt hefur verið opnuð samnefnd Fésbókarsíða, Lífeyrismál.is.
Nýi
vefurinn, sameinar undir einum hatti efnisþætti
sem áður voru á heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða, ll.is, og á þremur öðrum
heimasíðum: Gott að vita, Lífeyrisgáttin og Vefflugan. Með
því að samþætta alla þessa þræði og fleiri til á einum stað er stuðlað að því
að gera upplýsingamiðlun um lífeyrismál einfalda, markvissa, aðgengilega og
skilvirka. Þá
eru einnig birtar á nýja vefnum upplýsingar um lífeyrismál á ensku og pólsku
með hagsmuni þeirra í huga sem eru af erlendu bergi brotnir og starfa á
íslenskum vinnumarkaði.