11. október 2021
Lífeyrisgreiðslur yfir 1.100 milljónum kr. á mánuði
self.header_image.title

Lífeyrisgreiðslur samtryggingardeildar Birtu lífeyrissjóðs fyrstu átta mánuði ársins námu 9,2 milljörðum króna, sem samsvarar að meðaltali ríflega 1.100 milljónum króna á mánuði. Þetta er um 10% hækkun miðað við sama tímabili í fyrra.

Úr samtryggingardeild er greiddur eftirlaunalífeyrir, örorkulífeyrir, maka- og barnalífeyrir og fjölskyldubætur. Útgreiðsla séreignarsparnaðar er ekki inni í þessum tölum.

Fyrstu átta mánuði ársins var mest greitt út af eftirlaunalífeyri, 7,5 milljarða króna, samanborið við 6,7 milljarða fyrir sama tímabil árið 2020. Þetta er aukning um 10%. Eftirlaunaþegar eru nú 11.106 en voru 10.583 á sama tíma í fyrra. Þeim hefur fjölgað um tæp 5%.

Auk fjölgunar þeirra sem hefja töku eftirlauna eru lífeyrisgreiðslur verðtryggðar og hækkaði vísitala neysluverðs frá september 2020 til september 2021 um 4,3%. Næst hæstu greiðslurnar voru örorkulífeyrir, 1.144 milljónir króna samanborið við 1.021 milljónir króna í fyrra. Aukningin er rúm 10%. Útgreiðslur maka og barnalífeyris á tímabilinu voru 639 milljónir króna sem er hækkun miðað við sama tímabil í fyrra.

nýir eftirlaunaþegar 2021