Á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi, rétt eins og gerst hefur um víða veröld. Fólk lifir lengur, fæðingartíðni fer lækkandi, fólk nýtur góðrar heilsu lengur en áður og flutningar milli landa eru auðveldari og algengari en áður.
Ný og áhugaverð úttekt Benedikts Jóhannessonar hjá Talnakönnun hf. var kynnt á fulltrúaráðsfundi Birtu þar sem hann fór yfir helstu niðurstöður þegar litið er á lífeyriskerfið allt frá árinu 1970 til 2070.
Skýrslan er umfangsmikil og leiðir í ljós að mikilvægar breytingar hafa orðið á kjörum aldraðra undanfarna áratugi og að sú þróun mun halda áfram. Hver nýr árgangur sem fer á lífeyri fær hærri lífeyri en sá næsti á undan. Standist grunnforsendur munu tekjur aldraðra almennt halda áfram að vaxa og uppfylla kröfur um nægjanlegan lífeyri.
Á fundinum talaði Benedikt um að nálgun á úttektina væri á vissan hátt einstök og sagði að verkefnið hafi verði mjög krefjandi en skemmtilegt. Hann lagði áherslu á að skýrslan er unnin með tölulegar staðreyndir og gögnum en hann hafi forðast að hafa skoðanir eða draga ályktanir umfram það sem niðurstöðurnar sýndu.
Í úttektinni eru teknar fyrir helstu áskoranir sem lífeyrissjóðskerfið stendur frammi fyrir en þessar áskoranir eru meðal annars þær sem nefndar eru:
Íslenska lífeyriskerfið er mun sterkara en kerfi flestra þeirra landa sem Íslendingar bera sig saman við. Það býr þó við ýmsar ógnir. Meðalævilengd landsmanna fer vaxandi og við því þarf að bregðast. Hlýnun jarðar getur líka haft mikil áhrif á efnahagskerfi heimsins alls og þeirra áhrifa mun einnig gæta hér á landi. Fæðingartíðni hefur lækkað og vægi fólksflutninga milli landa er sífellt vaxandi.
Meginniðurstaðan er þó sú að horft til framtíðar er lífeyriskerfið á Íslandi býsna sterkt og líklegt til þess að uppfylla væntingar um ásættanlegan lífeyri.
Niðurstöður Benedikts/Talnakönnunar eru í stórum dráttum meðal annars eftirfarandi: