Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verður fyrir umsóknir um endurfjármögnun lána frá og með 4. apríl n.k. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða vegna álags er fylgir greiðsluerfiðleikaúrræðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 faraldurs.
Sjóðfélagar, sem telja sig hafa þörf fyrir að fresta afborgunum lána, þurfa að sækja um það til sjóðsins með umsókn um skuldbreytingu.
Nánari upplýsingar um ráðstafanir Birtu vegna veirufaraldursins má finna hér.
Sjóðfélagar eru beðnir um að sýna biðlund, tilkynnt verður á heimasíður sjóðsins þegar opnað verður aftur fyrir umsóknir um endurfjármagnanir. Áfram verður opið fyrir lánsumsóknir vegna fasteignakaupa.