16. mars 2020
Lokað fyrir heimsóknir á skrifstofu Birtu
self.header_image.title

Skrifstofa Birtu verður lokuð tímabundið frá og með mánudeginum 16. mars. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og færum við þjónustu okkar á netið. Ávörðun er tekin í ljósi samkomubanns vegna COVID-19.

Frá og með 4. maí verður sjóðfélögum sem eiga mjög brýnt erindi við sérfræðinga sjóðsins í lánum og lífeyrismálum og erindið verður ekki leyst nema augliti til auglitis, boðið upp á að panta viðtalstíma á skrifstofunni. Opið verður fyrir móttöku þeirra sjóðfélaga sem eiga pantaðan tíma milli kl. 13 og 15 virka daga og tímapantanir fara fram gegnum pósthólf sjóðsinsbirta@birta.is og í síma 480-7000. Við tímapöntun skal tilkynna erindi heimsóknarinnar. Óvíst er hversu lengi þetta fyrirkomulag verður viðhaft en horft er til ákvarðana yfirvalda og verður þetta fyrirkomulag næst endurskoðað í lok maímánaðar og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Við hvetjum sjóðfélaga til að nýta sér fjarþjónustu lífeyrissjóðsins en í boði eru þessar þjónustuleiðir:

  • Sjóðfélagavefur: Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi. Þar er einnig að finna upplýsingar um innborganir og ávöxtun séreignarsparnaðar hjá Birtu, skil launagreiðanda á iðgjöldum og greiðslum til sjóðsins.
  • Launagreiðendavefur: Þar er að finna helstu upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins.
  • Rafrænar umsóknir: Þar er hægt að nálgast umsóknir og skila þeim inn með rafrænum skilríkjum.
  • Hægt er að senda fyrirspurnir á birta@birta.is
  • Sérfræðingar okkar taka á móti símtölum frá kl. 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 09:00 til 15:00 á föstudögum

Við bendum á heimasíðu sjóðsins, þar eru fjölbreyttar upplýsingar um lífeyrismál, séreignarsparnað og lán.

Lokað er tímabundið fyrir umsóknir um endurfjármagnanir.

Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verður fyrir umsóknir um endurfjármögnun lána frá og með 4. apríl n.k. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða vegna álags er fylgir greiðsluerfiðleikaúrræðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 faraldurs. Sjóðfélagar eru beðnir um að sýna biðlund, tilkynnt verður á heimasíður sjóðsins þegar opnað verður aftur fyrir umsóknir um endurfjármagnanir. Áfram verður opið fyrir lánsumsóknir vegna fasteignakaupa.


The office is closed for outside visitors due to COVID-19

The offices of Birta at Sundagarðar 2 will be closed for outside visitors as of March 16th 2020 but staff will still carry out their normal functions and services. This decision was made after public gatherings were prohibited as a result of the COVID-19 epidemic

While this is in effect Birta encourages fund participants to use electronic communication and obtain information via telephone or email birta@birta.is.

Our specialists may be reached via telephone at +354 480 7000 from 9.00 to 16.00 Monday to Thursday and from 9.00 to 15.00 on Fridays.