30. júní 2017
Móttaka tilgreindrar séreignar
self.header_image.title

reiknivel

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest nýjar samþykktir Birtu lífeyrissjóðs að fengnu áliti Fjármálaeftirlitsins. Birta mun því geta tekið á móti iðgjaldi í tilgreinda séreign. Tilgreind séreign er önnur tegund séreignarsparnaðar en áður hefur boðist og er m.a. ætlað að auka sveigjanleika við starfslok. 

Sjóðfélögum, sem eru aðilar að kjarasamningum milli ASÍ og SA, gefst kostur á að ráðstafa allt að 2% af iðgjaldi í tilgreinda séreign fram til 1. júlí 2018 en þá hækkar iðgjaldið sem ráðstafa má í tilgreinda séreign, í allt að 3,5%.

Hægt verður að tilkynna ráðstöfun á hluta af lágmarksiðgjaldi frá fyrsta virka degi júlí mánaðar, mánudaginn 3. júlí.

Verður það gert með rafrænum skilríkjum á Mínum síðum Birtu, sem þá verða opnaðarÞeir sjóðfélagar sem ekki hafa rafræn skilríki geta komið á skrifstofu sjóðsins frá og með mánudeginum 3. júlí og undirritað tilkynninguna gegn framvísun skilríkja. Berist sjóðnum ekki tilkynning verður iðgjaldi áfram ráðstafað í samtryggingardeild. 

Reiknaðu með framtíðinni

Nú hefur verið opnuð ný lífeyrisreiknivél Birtu sem sýnir fjárhæðir miðað við mismunandi hlutfall heildarframlags í­ samtryggingu, tilgreinda séreign og hefðbundinn séreignarsparnað. Við hvetjum alla til að prófa nýja reiknivél Birtu áður en ákvörðun er tekin um ráðstöfun iðgjalds í tilgreinda séreign eða samtryggingu.