23. apríl 2025
Niðurstöður ársfundar 2025
self.header_image.title

Ársfundur Birtu fór fram á Grand hóteli Reykjavík í gær, þriðjudag.

Hrönn Jónsdóttir stjórnarformaður hóf fundinn og fór yfir starfsárið 2024. Hún ræddi um sveiflur á mörkuðum árið 2024 en þrátt fyrir það hafi hrein raunávöxtun eigna Birtu verið 6,29%. Fimm ára meðalraunávöxtun samtryggingadeildar hafi verið liðlega 3% og tíu ára meðalávöxtun um 4% sem er vel yfir 3,5% viðmiði til lengri tíma. Hrönn benti á að sjóðurinn fylgi fjárfestingastefnu sem í framkvæmd er varfærin, hógvær og skynsamleg. Hún sagði að þegar upp var staðið um síðastliðin áramót hafi starfsemin skilað vel viðunandi afkomu.

„Fjárfestingar og ávöxtun eigna eru mál málanna í starfi sjóðsins frá degi til dags og í því sambandi skiptir rekstraröryggi meginmáli. Þar vil ég sérstaklega nefna hinn dýrmæta mannauð hjá Birtu lífeyrissjóði, öflugt og reynsluríkt starfsfólk með yfirgripsmikla þekkingu á sínum sviðum. Vakin er verðskulduð athygli á vönduðum vinnubrögðum þess í innri endurskoðunarskýrslum sjóðsins“.

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fór yfir rekstur og starfsemi sjóðsins. Ólafur ræddi um að árið 2024 hefði verið viðburðarríkt hjá Birtu lífeyrissjóði. Í sjóðnum eru alls 20.986 virkir sjóðfélagar og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári. Hrein eign sjóðsins í árslok 2024 var 696 milljarðar króna. Hrein nafnávöxtun sjóðsins var 11,36% og hrein raunávöxtun 6,29%. Meðalnafnávöxtun samtryggingardeildar var 11,44% og meðalraunávöxtun hennar 6,37%.

Picture1

Picture2

Ólafur fjallaði um að kostnaðarárvekni sé mikilvæg í allri starfsemi sjóðsins og að með stafrænum lausnum geti starfsfólk sjóðsins unnið hraðar úr þeim fjölmörgu erindum sem berast til sjóðsins.

„Kostnaðarárvekni verður áfram mikilvæg í rekstri sjóðsins og stöðugt leitað leiða til að hagræða og draga úr kostnaði. Sjóðurinn stækkar með auknu álagi sem leitast er við að mæta með hámörkun framleiðni á hvert stöðugildi innan sjóðsins. Framleiðniaukinn sem byggður er á þróun framleiðni innan starfseminnar er drifinn áfram með einföldun vinnuferla, nýjum tæknilausnum og sjálfvirkni sem svo skilar sér í hagkvæmari rekstri“.

pic3

Soffía Gunnarsdóttir, forstöðumaður eignastýringarsviðs fór yfir fjárfestingastefnu sjóðsins ásamt ávöxtun og ábyrgar fjárfestingar. Soffía fór yfir ávöxtun samtryggingadeildar og sýndi hver staðan er á fimm ára yfirliti deildarinnar ásamt því að skoða ávöxtun séreignadeildar og tilgreindrar séreignar.

Picture3

Helstu tölur úr starfseminni:

  • Hrein eign til greiðslu lífeyris: 696 milljarðar kr.
  • Greidd iðgjöld 25 milljarðar kr.
  • Greiddur lífeyrir 23,6 milljarðar kr.
  • Hrein raunávöxtun sjóðsins í heild var 6,29%
  • Tryggingafræðileg úttekt sýnir að heildarskuldbindingar sjóðsins voru 4,72% umfram heildareignir.
  • Hrein eign séreignadeildar var 23 milljarðar kr.
  • Hrein eign tilgreindrar séreignar var 3,9 milljarðar kr.
  • Rekstrarkostnaður í hlutfalli af meðalstöðu eigna er 0,15%.