03. desember 2025
Nýjar rafrænar umsóknir komnar á Mínar síður
self.header_image.title

Birta hefur unnið að endurbótum á rafrænum umsóknum til að einfalda ferlið fyrir sjóðfélaga og bæta upplifun þeirra í samskiptum við sjóðinn á Mínar síður.

Nú geta sjóðfélagar nálgast allar rafrænar umsóknir og skoðað sín mál, yfirlit og stöðuna hjá sjóðnum á sama stað. Þessi breyting gerir umsóknarferlið skýrara og aðgengilegra auk þess sem sjóðfélagar geta fylgst betur með umsóknum sínum á svæðinu Mínar umsóknir.

Á Mínum síðum geta sjóðfélagar á einfaldan og aðgengilegan hátt skoðað ýmsar upplýsingar um réttindi sín og stöðuna hjá sjóðnum. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um lífeyrisréttindi, séreign og tilgreinda séreign, iðgjöld auk upplýsinga um lánamál.

minsida

Birta mun halda áfram að þróa og bæta stafrænar lausnir til að bæta upplifun sjóðfélaga og tökum við öllum ábendingum fagnandi á netfangið birta@birta.is