30. desember 2022
Nýjar réttindatöflur – tafla fyrir hvern árgang
self.header_image.title

Um áramót taka gildi nýjar réttindatöflur fyrir sjóðsfélaga Birtu. Réttindatöflurnar taka mið af nýjum lífslíku- og eftirlifendatöflum Félags íslenskra tryggingafræðinga sem fjármálaráðherra staðfesti með reglugerð í desember á síðasta ári. Ævilíkur hafa hækkað jafnt og þétt á undanförnum áratugum. Árið 1970 voru lífslíkur þeirra sem fæddust 1900 um 70,6 ár. Í dag eru lífslíkur þeirra sem fæddust 1936 um 80,6 ár. Til að lífeyrissjóðir geti staðið við loforð um eftirlaunalífeyri er nauðsynlegt að grípa til mótvægisaðgerða. Mismunandi er á milli lífeyrissjóða til hvaða aðgerða gripið er.

Gilda eingöngu um framtíðarávinnslu

Stjórn Birtu lífeyrissjóðs ákvað í október sl. að gera breytingar á réttindatöflum sjóðsins. Reiknuð er réttindatafla fyrir hvern árgang þar sem 0,3% munur er á milli árganga sem leiðir til sambærilegrar niðurstöðu og að seinka viðmiðunarári um 2 mánuði þar til jafnvægi er náð. Nýjar réttindatöflur gilda eingöngu um framtíðarávinnslu og hafa því ekki áhrif á áfallin réttindi.

Umrædd breyting á réttindatöflum hefur þegar verið staðfest af fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með staðfestingarvald á samþykktum sjóðsins og tekur breytingin gildi nú um áramót.

Samþykktir Birtu má finna hér.