08. janúar 2026
Nýr launagreiðendavefur
self.header_image.title

Birta hefur tekið í notkun nýjan launagreiðendavef með það að markmiði að auka aðgengi að upplýsingum og veita launagreiðendum betri yfirsýn.

Vefurinn er samstarfsverkefni Hugsmiðjunnar, Reiknistofu lífeyrissjóða og þeirra sjóða sem eru meðal eigenda Reiknistofunnar.

Á nýja vefnum er meðal annars að finna yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur, hreyfingalista og skilagreinar launagreiðenda. Þar er einnig hægt að senda inn ýmsar beiðnir til úrvinnslu.

Við komum áfram til með að þróa nýja vefinn og tökum á móti öllum ábendingum á netfangið birta@birta.is