Stjórn Birtu lífeyrissjóðs ákvað á fundi nýverið að opna á ný fyrir óverðtryggð sjóðfélagalán með breytilega vexti. Ákvörðunin tekur gildi um áramót.
Aðrar breytingar á lánareglum eru helstar þær að hámarkslánsfjárhæð hjá Birtu hækkar úr 40 milljónum í 65 milljónir.
Áfram verður boðið upp á hærra veðhlutfall til fyrstu kaupenda eða 75% í stað 65% annars. Engin kvöð verður lengur um lánategund en áður voru aðeins í boði viðbótarlán sem báru fasta vexti að viðbættu álagi. Að auki verður fallið frá skilyrði um jafnar afborganir og 15 ára hámarks lánstíma á viðbótarlánum.
Nýjar lánareglur taka gildi um áramót og má nálgast þær hér.