20. maí 2021
Pálmar Óli nýr formaður Birtu
self.header_image.title

Pálmar Óli Magnússon, forstjóri þjónustufyrirtækisins Daga hf., er nýr formaður stjórnar Birtu lífeyrissjóðs. Guðrún Elfa Hjörleifsdóttir er varaformaður.

Guðrún Elfa er fulltrúi einn fjögurra aðalmanna launafólks í nýrri stjórn Birtu. Hinir eru Hrönn Jónsdóttir, Örvar Þór Kristjánsson og Hilmar Harðarson. Örvar Þór er nýr stjórnarmaður og kemur í stað Jóns Kjartans Kristinssonar.

Stjórnarmenn af hálfu atvinnurekenda eru Þóra Eggertsdóttir, Pálmar Óli, Álfheiður Ágústsdóttir og Sigurður R. Ragnarsson. Álfheiður og Sigurður eru nýir stjórnarmenn og koma í stað Guðrúnar Jónsdóttur og Davíðs Hafsteinssonar.

Varastjórnarmenn eru Bára Laxdal Halldórsdóttir og Guðmundur S. Sigurgeirsson af hálfu launamanna og Bolli Árnason og Guðbjörg Guðmundsdóttir af hálfu atvinnurekenda.

Frá ársfundi 2021
Pálmar Óli Magnússon, nýr formaður Birtu, er næst á myndinni og honum á hægri hönd á ársfundinum 2021 eru Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri og Finnbjörn Hermannsson fundarstjóri. Í ræðustóli flytur Hrönn Jónsdóttir, fráfarandi formaður, skýrslu stjórnar lífeyrissjóðsins fyrir starfsárið 2020.

Fráfarandi stjórn 2021
Þau kvöddu stjórn Birtu og voru leyst út með blómum og þökkum í lok ársfundar. Frá vinstri: Jón Kjartan Kristinsson, Davíð Hafsteinsson og Guðrún Jónsdóttir.