19. desember 2022
Ráðstöfun séreignar inn á lán framlengd til ársloka 2024
self.header_image.title

Ríkistjórnin kynnti nýlega nokkrar aðgerðir til að styðja við markmið nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ein af þessum aðgerðum er framlenging á almennri heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignarsparnaðar til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól til ársloka 2024. Nánari upplýsingar, m.a. um nýtingu og framlengingu hjá þeim sem þegar nýta sér úrræðið, verða veittar síðar.

Nánari upplýsingar um séreign inn á lán má finna hér.

Sótt er um nýtingu séreignarsparnaðar inn á lán á vefsíðunni www.leidretting.is.