Sævarður Einarsson hefur verið ráðinn áhættustjóri Birtu lífeyrissjóðs. Hann kemur til sjóðsins frá Stefni hf. þar sem hann hefur borið ábyrgð á áhættustýringu félagsins og sjóða í rekstri þess frá árinu 2022.
Áður starfaði Sævarður sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Arion banka. Sem sérfræðingur á þessu sviði hefur hann aflað sér mikillar reynslu á sviði áhættustýringar og þekkir vel til þess umhverfis sem lífeyrissjóðurinn starfar í.
Þekking hans og reynsla af áhættustýringu banka og verðbréfasjóða mun nýtast Birtu lífeyrissjóði við uppbyggingu á áhættustýringu sjóðsins og við hlökkum til að fá hann til starfa.