Vakin er athygli á því að almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota, eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna, hefur verið framlengd til og með 31. desember 2025.
Þau sem vilja halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán þurfa ekkert að gera.
Þau sem vilja hætta að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán þurfa að skrá sig inn á leiðrétting.is og velja „óvirkja umsókn“. Að öðrum kosti heldur ráðstöfun inn á höfuðstól fasteignalánsins áfram.
Viðmiðunarfjárhæðir heimildanna verða áfram þær sömu. Í báðum tilvikum getur árleg hámarksfjárhæð einstaklings því numið samtals 500 þús. kr. á almanaksári. Hjá hjónum og einstaklingum, sem uppfylla skilyrði til samsköttunar, takmarkast heimildin við að hámarki samanlagt 750 þús. kr. á almanaksári.
Sótt er um með því að skila inn umsókn í gegnum leidretting.is