13. júní 2023
Sjóðfélagayfirlit nú send rafræn
self.header_image.title

Frá vori 2023 verða sjóðfélagayfirlit aðeins birt rafrænt á sjóðfélagavef Birtu. Sjóðurinn mun þar með hætta að senda sjóðfélagayfirlit með pósti til allra sjóðfélaga eins og gert hefur verið síðustu ár.

Þann 24. mars 2023 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði þar sem lífeyrissjóðir hafa nú heimild til að birta yfirlit sjóðfélaga sinna á læstu vefsvæði, hjá Birtu á sjóðfélagavef, þar sem krafist er rafrænnar auðkenningar viðkomandi sjóðfélaga. Lögin tóku gildi þann 1. apríl 2023.

Birta lífeyrissjóður sendir sjóðfélögum sínum tvisvar á ári slík sjóðfélagayfirlit með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur. Það á að tryggja að sjóðfélagar fylgist með því að iðgjöld séu greidd af launum þeirra til lífeyrissjóðsins.

Tekið skal fram að þeir sjóðfélagar sem kjósa að fá pappírsyfirlit send heim, sér að kostnaðarlausu, geta óskað eftir því með því að senda tölvupóst á póstfangið birta@birta.is eða haft samband við sjóðinn í síma 480-7000.

Smelltu hér til að opna sjóðfélagavefinn.

Sjóðfélagayfirlitin má finna undir Skjöl.

.

sjodfelagayfirlit