Sjóðfélagar hafa nú fengið rafræn yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda á sjóðfélagavef Birtu undir skjöl. Yfirlitin hafa einnig verið send inn á island.is. Yfirlitin fara til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu frá október 2023 til og með mars 2024.
Í yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og um réttindi hans til lífeyris frá sjóðnum. Einnig koma fram upplýsingar um tilgreinda séreign og um séreignarsparnað hjá sjóðnum.
Mikilvægt er fyrir sjóðfélaga að bera yfirlitin saman við launaseðla sína og skoða hvort iðgjöld hafi skilað sér til sjóðsins. Ekki er óeðlilegt að í yfirlitið vanti tvo síðustu mánuði. Vanti aðra mánuði er mikilvægt að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda og/eða innheimtudeild sjóðsins og leita skýringa. Berist sjóðnum ekki athugasemdir innan 60 daga frá dagsetningu yfirlitsins er hætt við því að óinnheimt iðgjald njóti ekki ábyrgðar Ábyrgðarsjóðs launa.