Skrifstofa Birtu verður lokuð föstudaginn 27. maí vegna árshátíðar starfsfólks.
Við hvetjum sjóðfélaga til að nýta sér fjarþjónustu en í boði eru þessar þjónustuleiðir:
Sjóðfélagavefur: Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi. Þar er einnig að finna upplýsingar um innborganir og ávöxtun séreignarsparnaðar hjá Birtu, skil launagreiðanda á iðgjöldum og greiðslum til sjóðsins.
Launagreiðendavefur: Þar er að finna helstu upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins.
Rafrænar umsóknir: Þar er hægt að nálgast umsóknir og skila þeim inn með rafrænum skilríkjum.
Hægt er að senda fyrirspurnir á birta@birta.is og starfsfólk mun svara eins fljótt og hægt er.