27. desember 2021
Skrifstofa Birtu lokuð tímabundið vegna COVID-19
self.header_image.title

Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á skrifstofu Birtu lífeyrissjóðs vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19.

Afgreiðslutími (símatími) skrifstofu Birtu um hátíðirnar verður sem hér segir:

27. desember - kl. 09-16

28. desember - kl. 09-16

29. desember – kl. 09-16

30. desember – kl. 09-16

31. desember (gamlársdagur) - lokað

Við hvetjum sjóðfélaga til að nýta sér fjarþjónustu lífeyrissjóðsins en í boði eru þessar þjónustuleiðir:

Sjóðfélagavefur: Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi. Þar er einnig að finna upplýsingar um innborganir og ávöxtun séreignarsparnaðar hjá Birtu, skil launagreiðanda á iðgjöldum og greiðslum til sjóðsins.

Launagreiðendavefur: Þar er að finna helstu upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins.

Rafrænar umsóknir: Þar er hægt að nálgast umsóknir og skila þeim inn með rafrænum skilríkjum.

Hægt er að senda fyrirspurnir á birta@birta.is eða hringja í síma 480 7000.