20. október 2025
Skrifstofa Birtu verður lokuð föstudaginn 24. október.
self.header_image.title

Skrifstofa Birtu lífeyrissjóðs verður lokuð föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfallsins, Kvennaár 2025.

Kvennaár 2025 samanstendur af viðburðum þar sem konur og/eða kvár koma saman, auk framlagningu krafna um aðgerðir í þágu jafnréttis. Kvennaár 2025 er framhald Kvennafrís og Kvennaverkfalla fyrri ára.

Birta vill með þessu styðja við málefnið og hvetur konur og kvár til að taka þátt í dagskránni og mæta á baráttufund á Austurvöll kl. 14 og sýna samstöðu í verki.

Nánari upplýsingar um dagskána má sjá hér www.kvennaar.is