Skrifstofa sjóðsins er áfram lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Við hvetjum sjóðfélaga til að nýta sér fjarþjónustu á heimsíðu sjóðsins Birta.is eða að senda fyrirspurn í pósthólfið birta@birta.is. Mikilvægt er að fyrirspurn innihaldi nafn, kennitölu, símanúmer og erindi viðkomandi.
Öllum fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og auðið er.
Sjóðfélagar geta nýtt sér eftirfarandi fjarþjónustu:
Sjóðfélagavefur: Þar er að finna allar upplýsingar um réttindi. Þar er einnig að finna upplýsingar um innborganir og ávöxtun séreignarsparnaðar hjá Birtu, skil launagreiðanda á iðgjöldum og greiðslum til sjóðsins.
Launagreiðendavefur: Þar er að finna helstu upplýsingar um iðgjaldaskil til sjóðsins.
Rafrænar umsóknir: Þar er hægt að nálgast umsóknir og skila þeim inn með rafrænum skilríkjum.
Sjóðfélagar og aðrir sem hafa átt erindi við sjóðinn á undanförnum vikum hafa sýnt þeim úrræðum sem gripið hefur verið til mikinn skilning á þessum sérstökum tímum og er starfsfólk afar þakklátt fyrir það.