25. mars 2020
Starfsemi Birtu lífeyrissjóðs árið 2019
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með 15.805 virka sjóðfélaga. Hrein eign sjóðsins í árslok 2019 var liðlega 432 milljarðar króna og hækkaði um 59,7 milljarða á milli ára.

Hér má finna auglýsingu um starfsemi sjóðsins.

Helstu tölur úr starfseminni:

  • Hrein eign til greiðslu lífeyris: 432 milljarðar
  • Greidd iðgjöld 19 milljarðar
  • Greiddur lífeyrir 12,4 milljarðar
  • Hrein raunávöxtun sjóðsins í heild var 11,06%
  • Tryggingafræðileg staða batnaði á milli ára og eru heildarskuldbindingar -1,81%

SJÓÐURINN DREGUR ÚR KOSTNAÐI

Rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu hreinnar eignar til greiðslu lífeyris var 0,17% á árinu 2019 en 0,19% á árinu 2018. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum var 3,71% á árinu 2019 en 4,08% árið áður. Frá stofnun Birtu lífeyrissjóðs í lok árs 2016 hefur hlutfall rekstrarkostnaðar lækkað úr 0,22% í 0,17%.