29. mars 2021
Starfsemi Birtu lífeyrissjóðs árið 2020
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með 20.034 virka sjóðfélaga. Hrein eign sjóðsins í árslok 2020 var liðlega 491 milljarðar króna og hækkaði um 59,4 milljarða á milli ára.

Helstu tölur úr starfseminni:

  • Hrein eign til greiðslu lífeyris: 491 milljarðar kr.
  • Greidd iðgjöld 18,7 milljarðar kr.
  • Greiddur lífeyrir 13,8 milljarðar kr.
  • Hrein raunávöxtun sjóðsins í heild var 8,75%
  • Tryggingafræðileg staða batnaði á milli ára og eru heildarskuldbindingar -0,41%
  • Hrein eign séreignadeildar var 17,7 milljarðar kr.
  • Hrein eign tilgreindrar séreignar var 1,6 milljarðar kr.

Hér má finna auglýsingu um starfsemi sjóðsins.