01. apríl 2022
Starfsemi Birtu lífeyrissjóðs árið 2021
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með 20.038 virka sjóðfélaga.

Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris nam 549.755 millj. kr. í árslok samanborið við 472.090 millj. kr. árið áður.

Hrein eign séreignardeildar nam 19.561 millj. kr. samanborið við 17.742 millj. kr. árið áður. Hrein eign tilgreindrar séreignar nam 2.234 millj. kr. í árslok samanborið við 1.562 millj. kr. árið áður.

Samanlagðar eignir samtryggingardeildar, séreignardeildar og tilgreindrar séreignardeildar námu því 571.551 millj. kr. í árslok 2021 en 491.394 millj. kr. í árslok 2020.

afkoma2021_1

Ávöxtun

Nafnávöxtun sjóðsins á árinu 2021 var 15,21% sem samsvarar 9,89% raunávöxtun samanborið við 8,75% raunávöxtun á árinu 2020. Meðalraunávöxtun samtryggingardeildar síðustu 5 ára er 7,38% og síðustu 10 ára 6,33%.

Helstu tölur úr starfseminni:

  • Hrein eign til greiðslu lífeyris: 572 milljarðar kr.
  • Greidd iðgjöld 20 milljarðar kr.
  • Greiddur lífeyrir 15 milljarðar kr.
  • Hrein raunávöxtun sjóðsins í heild var 9,89%
  • Tryggingafræðileg úttekt sýnir að heildarskuldbindingar sjóðsins voru 2,5% umfram heildareignir.
  • Hrein eign séreignadeildar var 19,6 milljarðar kr.
  • Hrein eign tilgreindrar séreignar var 2,2 milljarðar kr.

Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 17:00 á Icelandair hóteli Reykjavík Natura.