Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins með 20.385 virka sjóðfélaga.
Hrein eign samtryggingardeildar til greiðslu lífeyris nam 545.270 millj. kr. í árslok samanborið við 549.755 millj. kr. árið áður.
Hrein eign séreignardeildar nam 19.482 millj. kr. samanborið við 19.561 millj. kr. árið áður. Hrein eign tilgreindrar séreignar nam 2.551 millj. kr. í árslok samanborið við 2.234 millj. kr. árið áður.
Samanlagðar eignir samtryggingardeildar, séreignardeildar og tilgreindrar séreignardeildar námu því 567.303 millj. kr. í árslok 2022 en 571.551 millj. kr. í árslok 2021.
Ávöxtun
Nafnávöxtun sjóðsins á árinu 2022 var neikvæð um 1,49% sem samsvarar 9,9% neikvæðri raunávöxtun samanborið við 9,89% jákvæða raunávöxtun á árinu 2021. Meðalraunávöxtun samtryggingardeildar síðustu 5 ára er 4,10% og síðustu 10 ára 4,48%.
Áhrif óvissu í ytra starfsumhverfi
Birta lífeyrissjóður er langtímafjárfestir og hugmyndafræði sjóðsins gengur út á að dreifa eignum og takmarka þannig áhættu. Markmiðið er að taka meðvitaða áhættu sem skilar sjóðnum virðisauka í samræmi við þá áhættu sem tekin er. Eðli málsins samkvæmt býr sjóðurinn við varanlega óvissu sem óhjákvæmilega felst í því að safna eignum á móti skuldbindingum.
Tryggingafræðileg úttekt
Tryggingafræðileg úttekt miðað við árslok 2022 sýnir að heildarskuldbindingar sjóðsins voru 6,38% umfram heildareignir en voru 2,5% umfram heildareignir í árslok 2021.
Í lok árs 2022 samþykkti Fjármála- og efnahagsráðuneytið nýjar samþykktir sjóðsins þar sem réttindaöflun til framtíðar er aðlöguð að breyttum aðferðum við að meta lífslíkur. Þannig ávinnur hver árgangur sér mismunandi rétt til framtíðar, sem er í samræmi við betri lífslíkur þeirra sem yngri eru.
Samkvæmt spá Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga um væntar lífslíkur til framtíðar má gera ráð fyrir að lífslíkur batni um tvo mánuði á ári hverju. Þannig er gert ráð fyrir að lífslíkur þeirra sem yngri eru muni batna meira en þeirra sem þegar eru komnir á lífeyri. Ekki er gerð breyting á áföllnum réttindum.
Áhrif nýrra réttindataflna á sjóðinn er því 3,87% aukning á heildarskuldbindingum og stendur því tryggingafræðileg staða hans í -6,38%. Áfallin skuldbinding er neikvæð um 10,07% en framtíðarskuldbinding hefur náð jafnvægi og eru eignir umfram skuldbindingu 1,66%.
Helstu tölur úr starfseminni:
Hér má finna auglýsingu um starfsemi sjóðsins
Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn mánudaginn 3. maí kl. 17:00.