Á kjörfundi fulltrúa launamanna sem haldinn var í gær kusu fulltrúar um sæti tveggja stjórnarmanna (karls og konu) auk varamanns (konu) til tveggja ára.
Örvar Þór Kristjánsson var endurkjörinn sem fulltrúi launamanna í stjórn Birtu. Örvar Þór fékk flest atkvæði karla en Örvar Þór kom inn í stjórn Birtu árið 2021.
Hrönn Jónsdóttir var sjálfkjörin í stjórn Birtu af hálfu launamanna og Bára Laxdal Halldórsdóttir sjálfkjörin í varastjórn, báðar á reglu um lögbundin kynjahlutföll í stjórn. Þær sitja í núverandi stjórn og varastjórn sjóðsins.
Ný stjórn Birtu verður kynnt á ársfundi sjóðsins sem haldinn verður á Icelandair Hótel Reykjavík Natura þann 19. maí nk.