Nýkjörin stjórn Birtu skipti með sér verkum að loknum ársfundi lífeyrissjóðsins í gær, 22. apríl. Þóra Eggertsdóttir er formaður stjórnar og Hrönn Jónsdóttir er varaformaður. Þóra er fjármálastjóri hjá Icelandia og situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd atvinnurekenda. Hrönn er margmiðlunarhönnuður og starfar hjá Marel á Íslandi. Hún situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd launamanna. Þær Þóra og Hrönn skipta þar með um hlutverk en Hrönn var stjórnarformaður áður og Þóra varaformaður.
Að þessu sinni var Jakob Tryggvason endurkjörinn á Kjörfundi í stjórn sjóðsins þann 9. apríl sl. en Bára Laxdal Halldórsdóttir kemur inn sem aðalmaður en hefur verið varamaður í stjórn undanfarin ár. Ólöf Linda Sverrisdóttir og Sigurður R. Ragnarsson voru endurkjörin í stjórn að hálfu Samtaka atvinnulífsins.
Í aðalstjórn Birtu af hálfu launafólks sitja þau Hrönn Jónsdóttir, Jakob Tryggvason, Bára Laxdal Halldórsdóttir og Hafliði Kristjánsson.
Í aðalstjórn Birtu af hálfu Samtaka atvinnulífsins sitja þau Þóra Eggertsdóttir, Sigurður R. Ragnarsson, Ólöf Linda Sverrisdóttir og Skúli Skúlason.
Í varastjórn af hálfu launafólks situr Garðar Garðarsson.
Í varastjórn af hálfu Samtaka atvinnulífsins sitja þau Guðbjörg Guðmundsdóttir og Bolli Árnason.