19. nóvember 2025
Tilkynning til örorkulífeyrisþega Birtu lífeyrissjóðs
self.header_image.title

Breyting hefur orðið á framkvæmd tekjuathugana og  útreikningi örorkulífeyris úr lífeyrissjóðnum vegna tekna örorkulífeyrisþega frá TR.

Fellt hefur verið úr gildi ákvæði í lögum sem bannaði lífeyrissjóðum að horfa til almennra hækkana á tekjum frá TR þegar örorkulífeyrisgreiðslur eru reiknaðar. Þar með gilda nú almennar reglur lífeyrissjóðslaga og samþykkta lífeyrissjóðsins um útreikning örorkulífeyris.

Birtu lífeyrissjóði ber nú að taka fullt tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun (TR) þegar örorkulífeyrir frá sjóðnum er reiknaður. Áhrifin á örorkugreiðslur frá Birtu eru mismunandi hjá hverjum og einum.  Ef breytingin hefur áhrif á greiðslur verður viðkomandi sjóðfélaga tilkynnt um það sérstaklega.

Tekjuathugun er framkvæmd ársfjórðungslega og horfir til meðaltekna 12 mánuði aftur í tímann. Í tekjuathugun fyrir greiðslu örorkulífeyris í desember 2025 getur þessi breyting haft áhrif og verður síðan innleidd ársfjórðungslega á næstu 12 mánuðum þar til fullt tillit er tekið til tekna frá TR.

Ef sjóðfélagar vilja nánari upplýsingar eru þeir hvattir til að hafa samband við sjóðinn með því að senda tölvupóst á birta@birta.is eða hringja í síma 480 7000.

Ítarlegar upplýsingar um breytinguna, áhrif hennar og ástæður, má finna hér:

Tilkynning þessi hefur verið send á island.is og á Mínar síður hjá Birtu hjá þeim sem málið varðar.