27. maí 2019
Tilkynningar vegna greiðslu lífeyris á island.is
self.header_image.title

Tilkynningar um greiðslur lífeyris hafa hingað til verið birtar rafrænt í heimabanka sjóðfélaga. Næstu þrjá mánuði verða þær einnig birtar á island.is og að þessum þremur mánuðum liðnum verða þær einungis birtar þar.

island.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar getur fólk og fyrirtæki fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu hjá opinberum aðilum á einum stað í gegnum eina gátt.

island.is