29. október 2017
Um rekstrarkostnað lífeyrissjóða og áhrif þeirra á vexti
self.header_image.title

Lífeyrissjóðir eru í lykilhlutverki við að efla sparnað og lækka langtímavexti á fjármálamarkaðinum hérlendis. Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er með því lægsta sem þekkist í OECD-ríkjum. 

Þetta er kjarni máls í skrifum á vef Landssamtaka lífeyrissjóða að gefnu tilefni og vísað er beint í með hlekkjum neðst í þessari frétt. 

Í nýafstaðinni kosningabaráttu var margt fullyrt og margt sagt um lífeyrissjóði án þess að fyrir því væri endilega málefnaleg innistæða. Það er einmitt tilefni greinanna sem hér er vísað í.

Fjármálaeftirlitið heldur til haga tölum um rekstrarkostnað lífeyrissjóða og segir að skrifstofu- og stjórnunarkostnaður þeirra hafi verið tæplega 6,4 milljarðar króna árið 2016. Samanlagðar eignir sjóðanna voru í lok þess árs um 3.300 milljarðar króna.

Í nýju yfirliti OECD kemur fram að rekstrarkostnaður lífeyrissjóðakerfisins á Íslandi hafi svarað til 0,24% af meðaleignum sjóðanna.