26. janúar 2018
Unnt að sækja rafrænt um eftirlaun hjá Birtu
self.header_image.title

Sjóðfélagar skrá sig inn í Mín Birta með rafrænum skilríkjum og sækja þar um eftirlaunalífeyri.

Birta lífeyrissjóður fjölgar jafnt og þétt möguleikum til rafrænna umsókna og samskipta. Hingað til hefur verið mögulegt að sækja rafrænt um útborgun séreignarsparnaðar, semja um séreignarsparnað eða breyta samningi um séreignarsparnað. Þá er og hægt að senda rafrænt beiðni um nýtingu persónuafsláttar og tilkynningu um tilgreinda séreign.

Og nú bætist sem sagt umsókn um eftirlaunalífeyri við þetta rafræna ferli á vef Birtu lífeyrissjóðs.