09. september 2022
Upplýsingar um breytingar á lögum um lífeyrissjóði
self.header_image.title

Í sumar afgreiddi Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði og fleiri lögum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að breytingar þær sem verða á tekjutengingu greiðslna frá Tryggingastofnun (TR) eiga eingöngu við um séreign sem myndast af lögbundnu iðgjaldi. Lögbundið iðgjald verður frá með næstu áramótum 15,5% (4%+11,5%). Hér er því um að ræða svonefnda tilgreinda séreign sem er í boði hjá Birtu. Séreign sem myndast á þennan hátt mun þ.a.l. frá næstu áramótum skerða greiðslur frá TR.

Helstu breytingar með nýju lögunum eru eftirfarandi:

  • Lágmarksiðgjald hækkar úr 12% af launum í 15,5%
  • Heimilt verður að bjóða sjóðfélögum að ráðstafa allt að 3,5% af launum í svonefnda tilgreinda séreign með þrengri útborgunarheimildum en hefðbundinn Séreignarsparnaður (viðbótarlífeyrissparnaður)
  • Nýta má tilgreinda séreign til kaupa á fyrstu fasteign að uppfylltum ákveðnum skilyrðum auk þess sem sjóðfélagar sem ekki hafa verið eigndur að íbúðarhúsnæði í fimm ár geta talist fyrstu kaupendur og nýtt heimildir laganna
  • Séreign af lögbundnu lágmarksiðgjaldi verður ekki lengur undanþegin skerðingu greiðslna frá Tryggingastofnun