Breytilegir óverðtryggðir vextir sjóðfélagalána Birtu hækka frá og með 1. júní 2021 úr 2,85% í 3,10%.
Framangreind breyting er til komin vegna breytinga á grunnvöxtum lánanna sem eru meginvextir Seðlabanka Íslands.
Þá skal áréttað að vaxtabreyting sú sem tók gildi sl. áramót og tilkynnt var með bréfi í nóvember var til komin vegna endurákvörðunar vaxtaálags ofan á grunnvexti. Var breytingin gerð á grundvelli heimildar í 3. tl. í skilmálum skuldabréfanna og var í því tilliti horft til þeirra vaxtakjara sem í boði voru á sambærilegum lánum á markaði.
Vextir Birtu á óverðtryggðum sjóðfélagalánum eru áfram með þeim lægstu á markaði þrátt fyrir framangreindar hækkanir.