25. maí 2018
Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga
self.header_image.title

Ný persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR) um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga tók gildi 25. maí 2018 og mun taka gildi á Íslandi þegar að ný persónuverndarlög hafa verið sett af Alþingi. 

Tilgangur þessarar nýju löggjafar er að bregðast við tækniframförum í vinnslu persónuupplýsinga og tryggja réttindi almennings. Lögin gilda um allan heim og ná til allra fyrirtækja sem bjóða vörur eða þjónustu til einstaklinga innan Evrópu eða hafa eftirlit með þeim.

Birta lífeyrissjóður hefur af þessu tilefni mótað Persónuverndarstefnu sem er nú aðgengileg á heimasíðu sjóðsins.