29. október 2018
Yfirlit og fréttabréf í dreifingu
self.header_image.title

Sjóðfélagar Birtu lífeyrissjóðs fá næstu daga send heim til sín yfirlit yfir stöðu sína í sjóðnum. Þessi yfirlit eru send sjóðfélögum á hálfs árs fresti, síðast í apríl síðastliðnum. Þar koma fram iðgjaldagreiðslur á fyrri hluta ársins en mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld við launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða starfsfólk Birtu lífeyrissjóðs, innan 60 daga frá útsendingu yfirlitanna. Sakni einhver yfirlitsins má hafa samband við skrifstofu okkar annað hvort í síma 480 7000 eða með tölvupósti á netfangið birta@birta.is

Afþakka yfirlit á pappír

afþakka yfirlit

Þær upplýsingar sem koma fram í yfirlitinu eru einnig aðgengilegar sjóðfélögum á sjóðfélagavef þeirra. Því hvetjum við sjóðfélaga til að hjálpa okkur að gera hlutina hagkvæmari og vistvænni með því að afþakka yfirlit á pappír en það er gert á sjóðfélagavefnum.

Hægt er að skrá sinn inn á vefinn með rafrænum skilríkjum eða veflykli. Undir Stillingar-Notendaupplýsingar er hægt að haka í „Afþakka yfirlit á pappír. Ekki gleyma að skrá inn netfang svo rafrænar tilkynningar berist.

Græn spor - ábyrgar fjárfestingar o.fl.

Fréttabréf 2. 2018 mynd

Með sjóðfélagayfirlitinu fylgir nýútkomið fréttabréf Birtu lífeyrissjóðs2. tbl. 2018. Þar er á forsíðu fjallað um græn spor og ábyrgar fjárfestingar, síðan er viðtal við Birnu Þóru Vilhálmsdóttur sem lét af störfum hjá Birtu lífeyrissjóði 1. október sl. eftir 34 ára samfelldan feril í lífeyrissjóðakerfinu.

Einnig er fjallað um töku hálfs eftirlaunalífeyris, birtar helstu tölur úr hálfsársreikningi ásamt fleiru hagnýtu og skemmtilegu efni.