Sjá nánar >
29. maí 2017
Yfirlit send sjóðfélögum
self.header_image.title

Yfirlit um stöðu lífeyrisréttinda sjóðfélaga í Birtu lífeyrissjóði hafa nú verið póstlögð til allra virkra sjóðfélaga sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins á tímabilinu nóvember 2016 til og með apríl 2017. Í yfirlitinu koma fram upplýsingar um skil iðgjalda hvers sjóðfélaga og um réttindi hans til lífeyris frá sjóðnum. Einnig koma fram upplýsingar um séreignarsparnað hjá Birtu lífeyrissjóði. Mikilvægt er fyrir hvern og einn sjóðfélaga að kanna sitt yfirlit, ekki síst hvort iðgjöld hans hafi skilað sér til sjóðsins, þar sem iðgjöldin eru grunnur lífeyrisréttinda hans.

Vilt þú afþakka pappír?

Á hverju ári sendum við út tugþúsundir yfirlita sem kosta sjóðinn háar fjárhæðir. Það er auðvelt að fylgjast með réttindum sínum með rafrænum hætti og hvetjum við sjóðfélaga til að hjálpa okkur að gera hlutina hagkvæmari og vistvænni með því að afþakka útprentað yfirlit í pósti.

Skráðu þig inn á sjóðfélagavefinn og merktu við „afþakka yfirlit á pappír“

Fréttabréf Birtu

Með sjóðfélagayfirlitinu fylgir fyrsta fréttabréf sjóðsins, þar sem m.a. koma fram helstu upplýsingar um starfsemi sjóðsins á árinu 2016.