Hér er að finna algengar spurningar og svör varðandi lífeyrismál, séreignarsparnað, tilgreinda séreign og lánamál. Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum eða vantar frekari upplýsingar þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.
Lífeyrir
Fullur lífeyrisréttur miðast við 67 ára aldur en þú getur valið að hefja snemmtöku lífeyris frá 60 ára aldri og frestað allt til 80 ára aldurs.
Þegar þú hefur ákveðið að hefja töku lífeyris sækir þú um og færð fyrstu greiðslu síðasta virka dag þess mánaðar sem þú velur.
Athugaðu að sækja þarf um fyrir 20. þess mánaðar sem taka lífeyris á að hefjast til að greiðsla geti farið fram í lok sama mánaðar.
Ekki er hægt að sækja um afturvirkt en hægt er að sækja um fram í tímann.
Þú átt alltaf sömu réttindin en ef þú byrjar að fá lífeyri fyrir 67 ára viðmiðunaraldurinn þá verður mánaðarleg upphæð lægri því gera þarf ráð fyrir því að þú fáir greitt í lengri tíma.
Með sama hætti þá hækkar mánaðarleg greiðsla þeirra sem fresta lífeyristöku fram yfir 67 ára aldur.
Þú getur valið að byrja að fá hálfan lífeyri frá 60 ára aldri.
Sá hluti sem þú frestar tekur þá breytingum í samræmi við aldur þegar seinni helmingurinn er tekinn.
Athugaðu að hægt er að sækja um hálfan lífeyri frá TR frá 65 ára aldri. Nánar á vef TR.
Já, lífeyrisgreiðslur eru skattskyldar með sama hætti og almennar launatekjur. Þú þarft því að gera ráð fyrir að greiða skatt af þeim lífeyrisgreiðslum sem þú færð frá sjóðnum í því skattþrepi sem þú velur.
Já, það þarf að sækja sérstaklega um þær.
Skila þarf inn umsókn í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem taka þeirra á að hefjast. Berist umsókn eftir það verður greitt frá næsta mánuði. Greitt er síðasta virka dag mánaðar.
Besta leiðin er að skrá sig inn á sjóðfélagavefinn og skoða lífeyrisréttindi og áætluð réttindi. Þar getur þú áætlað framtíðar lífeyrisgreiðslur út frá þeim aldri sem þú hyggst hefja lífeyristöku og skoðað lífeyrisreiknivélina.
Önnur leið er að skoða sjóðfélagayfirlit þitt sem birtist undir „Skjöl“ á sjóðfélagavefnum en þar kemur einnig fram áætluð eftirlaun miðað við áunnin réttindi við 65 ára, 67 ára eða 70 ára aldur við upphafstöku.
Réttindi þín sem slík erfast ekki. Hins vegar er fjárhagsleg vernd fyrir fjölskylduna ef þú fellur frá. Fullur makalífeyrir sem er helmingur réttinda þinna greiðist í þrjú ár og a.m.k. 50% af fullum makalífeyri í næstu 2 ár þar á eftir. Fullur makalífeyrir greiðist þar til yngsta barn sem hefur verið á framfæri sjóðfélaga og eftirlifandi maka hans hefur náð 18 ára aldri. Ef maki sjóðfélaga er öryrki og yngri en 67 ára greiðist fullur makalífeyrir á meðan sú örorka varir.
Hafi sjóðfélagi verið yngri en 67 ára við andlát getur einnig komið til greiðslu fjölskyldubóta, sem greiðast einu sinni til viðbótar við maka- og barnalífeyrir.
Já, hjónum og sambúðarfólki er heimilt að gera samning um skiptingu áunninna réttinda og framtíðarréttinda. Eins er hægt að gera samkomulag um skiptingu lífeyrisgreiðslna eftir að taka lífeyris er hafin.
Samning um skiptingu þegar áunninna réttinda þarf að gera áður en taka lífeyris hefst og ekki seinna en fyrir 65 ára aldur. Skiptingin nær einungis til réttinda sem hafa myndast á meðan óvígðri sambúð eða hjónaband hefur varað.
Skiptingu réttinda þarf að skoða mjög vel svo báðir aðilar séu vel upplýstir um áhrifin. Við hvetjum alla sem vilja kanna hvort skipting réttinda henti þeim að hafa samband við starfsfólk Birtu og kynna sér málin betur.
Ef lífeyrisþegi býr í landi sem Ísland hefur gert tvísköttunarsamning við og samningurinn kveður á um að lífeyristekjur eigi að skattleggja í búseturíki, þarf hann að sækja um undanþágu frá greiðslu skatta árlega á heimasíðu Skattsins.
Lífeyrissjóðnum ber að halda eftir staðgreiðslu nema samþykkt undanþága liggi fyrir.
Samkvæmt tvísköttunarsamningi Norðurlandanna skal lífeyrir skattlagður í því landi sem hann er greiddur. Allur lífeyrir sem aðilar búsettir á Norðurlöndunum fá héðan er samkvæmt því skattlagður á Íslandi og aldrei gefnar út undanþágur. Lífeyrissjóðnum ber samkvæmt því að halda eftir staðgreiðslu en persónuafsláttur miðast við greiðslutíma. Ef um eingreiðslu er að ræða fær viðkomandi persónuafslátt miðað við greiðslumánuðinn (engin uppsöfnun).
Í umsókn um eftirlaun getur þú valið hvort þú vilt að við sendum hana áfram til afgreiðslu hjá öðrum sjóðum sem þú hefur greitt til. Greiðslurnar koma þó alltaf frá hverjum sjóði fyrir sig. Þó greiðir Greiðslustofa lífeyrissjóða fyrir nokkra sjóði í einu meðal annars frá Birtu.
Já, samkvæmt lögum ber þér að sækja fyrst um í lífeyrissjóðum áður en þú sækir um hjá TR. Ef þú átt rétt á eingreiðslum í einhverjum lífeyrissjóðum borgar sig að taka þær fyrst út áður en þú sækir um hjá TR. Þegar réttindi eru lítil hjá tilteknum sjóði eru þau greidd út með eingreiðslu.
Þeir erlendir ríkisborgarar sem fá greidd laun hér á landi greiða í lífeyrissjóð eftir sömu reglum og íslenskir ríkisborgarar, samkvæmt íslenskum lífeyrissjóðslögunum. Undantekning frá þessu er þegar erlendur ríkisborgari á EES- svæðinu er starfsmaður erlends fyrirtækis í takmarkaðan tíma og hefur svokallað E-101 vottorð frá heimalandi sínu. Þá nýtur hann tryggingar samkvæmt almannatryggingalöggjöf síns heimaríkis.
Erlendir ríkisborgarar sem ekki geta sótt um endurgreiðslu iðgjalda, eiga rétt til töku lífeyris líkt og íslenskir ríkisborgarar.
Heimilt er að endurgreiða iðgjöld erlendra ríkisborgara þegar þeir flytja frá Íslandi að því gefnu að það sé heimilt samkvæmt milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.
Ísland er nú þegar með milliríkjasamninga við yfir þrjátíu ríki. Þau eru Bandaríkin, Kanada og EES ríkin, auk Sviss þ.e. öll EFTA- og ESB ríkin.
EFTA ríkin eru Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss.
Sá sem er með ríkisborgararétt í einhverju af þessum ríkjum getur ekki sótt um endurgreiðslu iðgjalda vegna flutninga frá Íslandi.
Ef einstaklingur er með ríkisfang í tveimur eða fleiri löndum er ekki heimilt að endurgreiða iðgjöld nema bæði eða öll ríkisföng séu utan þessara ríkja.
Sérreglur gilda um breska ríkisborgara þar sem iðgjöld frá 1.janúar 2021 má endurgreiða en iðgjöld fyrir þann tíma þegar Bretland var enn hluti af ESB má ekki endurgreiða.
Á hverju ári þurfa þeir sem búa erlendis og fá lífeyri greiddan frá sjóðnum að senda svokallað búsetuvottorð til staðfestingar dvalar í viðkomandi landi.
Sjóðfélagar sem búa erlendis þurfa að koma upplýsingum um netfang sitt til sjóðsins eða skrá það inn á sjóðfélagavef.
Maka- og barnalífeyrir
Maki á rétt á makalífeyri ef sjóðfélagi fellur frá og hann hefur greitt iðgjöld til sjóðsins í 24. mánuði einhvern tímann á starfsferli sínum.
Maki sjóðfélaga telst sá eða sú sem var í hjúskap eða óvígðri sambúð sem jafna má til hjúskapar við andlát sjóðfélagans.
Upphæð makalífeyris ákvarðast af áunnum réttindum sjóðfélagans og framreiknuðum réttindum til 65 ára aldurs, ef skilyrði til þess eru uppfyllt. Upphæð óskerts makalífeyris nemur 50% af áunnum eftirlaunalífeyrisréttindum sjóðfélagans miðað við 67 ára lífeyrisaldur og ef við á framreiknuðum réttindum hans.
Fullur makalífeyrir greiðist í þrjú ár og a.m.k. 50% af fullum makalífeyri í næstu 2 ár þar á eftir.
Sérstakar reglur gilda um makalífeyri vegna iðgjalda sem greidd voru til Sameinaða lífeyrissjóðsins, Samvinnulífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Frekari upplýsingar veita ráðgjafar Birtu lífeyrissjóðs.
Fullur makalífeyrir greiðist þar til yngsta barn sem hefur verið á framfæri sjóðfélaga og eftirlifandi maka hans hefur náð 18 ára aldri.
Fullur makalífeyrir greiðist ef maki sjóðfélaga er öryrki og yngri en 67 ára. Makalífeyrir er greiddur á meðan sú örorka varir eða þar til 67 ára aldri en náð.
Já, greiddur er tekjuskattur af makalífeyri eins og öðrum tekjum.
Gangi maki að nýju í hjónaband eða hefur sambúð fellur makalífeyrir niður en stofnast aftur ef því hjónabandi eða sambúð er slitið án réttar til makalífeyris.
Til að eiga rétt til barnalífeyris þarf að hafa greitt til Birtu lífeyrissjóðs a.m.k. 24 af síðustu 36 mánuðum fyrir fráfall eða skerta starfsorku.
Fullur barnalífeyrir er 29.907 krónur á mánuði fyrir hvert barn, miðað við janúar 2024 og tekur breytingum með vísitölu neysluverðs.
Barnalífeyrir greiðist til barna sjóðfélaga til 18 ára aldurs.
Greiðslur barnalífeyris greiðast til sjóðfélaga sé lífeyririnn greiddur samhliða örorkulífeyri en til barnanna sé hann greiddur vegna fráfalls sjóðfélaga.
Sömu réttindi gilda um fóstur og stjúpbörn hafi sjóðfélaginn séð um framfærslu þeirra að mestu eða öllu leyti.
Já, við útgreiðslu barnalífeyris dregst staðgreiðsla skatts frá í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.
Fjölskyldubætur
Fjölskyldubætur eru greiddar einu sinni við fráfall sjóðfélaga yngri en 67 ára og hafa þann tilgang að létta undir með nánustu aðstandendum þegar ungir sjóðfélagar falla skyndilega frá. Fjölskyldubætur skiptast í maka- og barnagreiðslur.
Makagreiðsla nemur 25 földu framlagi sem sjóðfélagi hefur greitt til sjóðsins síðustu tólf mánuði. Hafi hinn látni verið með 2.400.000 kr. í tekjur síðustu tólf mánuði og framlag hans til sjóðsins hefur verið 4% af launum nemur makagreiðslan 2.400.000 kr. Hafi hinn látni verið í tveimur störfum og greitt í annan lífeyrissjóð mun greiðslan einungis miðast við þau iðgjöld sem greidd voru til Birtu lífeyrissjóðs. Við þessa útreikninga lækkar fjárhæðin um 6% fyrir hvert ár sem sjóðfélagi er eldri en 45 ára við fráfall. Lækkunin verður þó aldrei meiri en 90%.
Barnagreiðsla er eingreiðsla til barna hins látna sjóðfélaga ef hinn látni var yngri en 67 ára við fráfall. Barnagreiðslu fá börn hans yngri en 18 ára.
Hafi hinn látni verið yngri en 67 ára og börn hans yngri en 18 ára fá börnin eingreiðslu við fráfall sjóðfélagans. Greiðslan nemur eins mánaða barnalífeyri til hvers barns fyrir hvern mánuð sem iðgjöld bárust sjóðnum sl. tólf mánuði. Í mars 2024 er upphæð barnalífeyris 29.982 kr. og greiðslan því allt að 359.784 kr. á barn (12 x 29.982).
Nei, starfsfólk sjóðsins kanna hvort réttur sé til fjölskyldubóta þegar sótt er um makalífeyri.
Já, við útgreiðslu fjölskyldubóta er staðgreiðsla skatts dregin frá í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.
Örorkulífeyrir
Sjóðfélagi þarf að hafa greitt í lífeyrissjóð í 24 mánuði til að eiga rétt á örorkulífeyri.
Starfsgeta þarf að hafa skerst um að minnsta kosti 50% og það ástand hafa varað lengur en 6 mánuði.
Einnig þarf viðkomandi að verða fyrir sannanlegu tekjutapi.
Sjóðfélagar eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa Birtu lífeyrissjóðs og kanna rétt sinn til örorkulífeyris.
Já, ef skert starfsorka hefur eða mun vara lengur en 6 mánuði.
Fyrstu þrjú árin er starfsorkan metin til fyrri starfa eftir það til almennra starfa.
Örorkulífeyrir greiðist ekki fyrstu þrjá mánuði eftir að starfsorka skerðist. Þá getur verið gott að kanna rétt til veikindalauna frá launagreiðanda sem og rétt í sjúkrasjóði stéttarfélags áður en sótt er um örorkulífeyri hjá lífeyrissjóði.
Réttur er til greiðslna á meðan sannanlegt tekjutap er fyrir hendi og starfsorkuskerðing er 50% eð meira en falla niður þegar viðkomandi nær heilsu á ný.
Réttur til örorkulífeyris breytist í eftirlaunagreiðslur þegar taka eftirlauna hefst.
Réttur til örorkulífeyris fellur niður sé starfsorku skerðing metin minni en 50%. Hið sama gildir ef tekjur eftir að starfsorka skerðist eru hærri en voru áður en starfsorkan skertist.
Tvennt kemur til greina sem ástæða fyrir lækkun örorkulífeyris:
Örorkulífeyri er eingöngu ætlað að bæta tekjutap vegna örorku. Núverandi tekjur geta því skert lífeyrinn og er það algengasta ástæða lækkunar.
Örorkulífeyrir getur lækkað eða fallið niður öðlist sjóðfélagi starfsorku á ný að fullu eða að hluta, t.d. ef örorkuhlutfall lækkar úr 100% í 75%, lækkar lífeyrir í hlutfalli við það. Á sama hátt er örorkulífeyrir hækkaður, skerðist starfsorka til muna frá því að hún var áður metin.
Sjóðsstjórn metur hve lengi réttur er til örorkulífeyris, að fengnu áliti trúnaðarlæknis.
Ef um tímabundna örorku er að ræða falla greiðslur niður að þeim tíma liðnum, nema skilað sé nýju vottorði sem sýnir áframhaldandi örorku.
Meti trúnaðarlæknir örorkuna varanlega er örorkulífeyrir greiddur til 67 ára aldurs. Eftir það taka eftirlaun við.
Nei, ef þú ert á örorkulífeyri til 67 ára aldurs tekur við eftirlaunalífeyrir sem veitir sömu réttindi áfram og til æviloka.
Já, við útgreiðslu er staðgreiðsla skatts dregin frá í samræmi við gildandi lög um skattlagningu tekna.
Á hverju ári þurfa þeir sem búa erlendis og fá greiddan örorkulífeyri frá sjóðnum að senda erlent skattframtal til sjóðsins. Sjóðfélagi fær bréf frá Greiðslustofu í apríl á hverju ári þar sem óskað er eftir að framtal sé skilað sem fyrst. Mikilvægt er að verða við því en ef skattframtal berst ekki falla greiðslur niður frá og með 1. september.
Tilgreind séreign
Tilgreind séreign er aðgreind frá hinum hefðbundna séreignarsparnaði. Sjóðfélagi getur valið að ráðstafa allt að 3,5% skylduiðgjalds í samtryggingarsjóð eða í tilgreinda séreign. Ef ekkert er valið fara iðgjöld í samtryggingu.
Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá 62 ára aldri, en þá er greiðslunum dreift til 67 ára aldurs, nema um sé að ræða óverulegar fjárhæðir. Fjárhæðin breytist í takt við vísitölu neysluverðs og er 1.745.821 kr. fyrir árið 2024.
Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu tilgreindu séreignarinnar vegna örorku eða fráfalls eiganda. Gilda þá sömu reglur um útgreiðslu og eiga við um hefðbundinn séreignarsparnað.
Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar og er hugsuð til að auka sveigjanleika við starfslok. Hún er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu.
Sjóðfélögum er heimilt að ráðstafa að öllu leyti eða hluta því iðgjaldi sem er umfram 12% skylduframlag í tilgreinda séreign, allt að 3,5%. Þessi heimild tók gildi 1. Júlí 2017.
Tilgreinda séreign er ekki unnt að nýta til í sérstök úrræði eins og að safna skattfrjálst til húsnæðiskaupa eða til að greiða skattfrjálst niður húsnæðislán.
Hægt að byrja að taka út við 62 ára aldur.
Valfrjáls séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu.
Þegar sjóðfélagi greiðir 2% eða 4% af launum í séreignarsparnað greiðir atvinnurekandi 2% framlag á móti.
Séreignarsparnað má greiða til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða.
Unnt er að nota séreignarsparnað í sérstök úrræði svo sem skattfrjálsa innborgun séreignarsparnaðar til lækkunar húsnæðislána eða til húsnæðiskaupa.
Hægt að byrja að taka út við 60 ára aldur.
Inneign í tilgreindri séreign er eign þess sem leggur fyrir og erfanleg að fullu í samræmi við reglur erfðalaga. Ekki er greiddur erfðafjárskattur af tilgreindri séreign.
Allir þeir sem greiða 15,5% lágmarksiðgjald hafa val um að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign.
Einfalt og þægilegt er að senda tilkynningu með rafrænum skilríkjum eða prenta hana út og skila á skrifstofu sjóðsins. Berist okkur engin tilkynning mun lífeyrisiðgjald umfram 12% renna í samtryggingu viðkomandi.
Iðgjaldi er ráðstafað í tilgreinda séreign frá þeim tíma er sjóðnum berst upplýst samþykki með sérstakri tilkynningu. Tilkynningin er ekki afturvirk.
Nei, launagreiðandi skilar áfram inn mótframlagi til sjóðsins. Sjóðfélagi þarf eingöngu að skila inn tilkynningu til sjóðsins.
Greiðslur úr lífeyrissjóðum og greiðslur séreignar eru skattlagðar eins og aðrar launatekjur en þú getur nýtt persónuafslátt þinn til þess að lækka skattana.
Já, tilgreind séreign og önnur séreign sem tilheyrir 15,5% lágmarksiðgjaldinu skerðir greiðslur frá TR frá og með 1. Janúar 2023 og er sömuleiðis ekki undanþegin þátttöku í dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða og fleira.
Ein undantekning er þó á því; Þeir sem þegar hafa hafið töku lífeyris hjá TR fyrir 1. Janúar 2023 munu ekki verða fyrir skerðingu.
Já, með því að ráðstafa hluta af iðgjaldi í tilgreinda séreign þá lækkar á móti sú áfallavernd sem fæst með fullu iðgjaldi í samtryggingu. Áfallaverndin er þó áfram til staðar af því iðgjaldi sem greitt er til samtryggingar.
Já, með breytingum á lögum um lífeyrissjóði í janúar 2023 er það hægt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Skilyrði þessarar ráðstöfunar er að umsækjandi hafi virka umsókn hjá Skattinum um ráðstöfun séreignar inn á lán og hafi ekki nýtt hámarksheimild ársins.
Sótt er um þetta úrræði hjá lífeyrissjóðnum, sem áframsendir beiðnina til Skattsins til samþykktar eða synjunar.
Ef að þú ert að ráðstafa séreign inn á lán, þarf fyrst að nýta hana áður sótt er um að nýta tilgreindu séreignina.
Tilgreind séreign er greidd í byrjun næsta almanaksárs, eða þegar liggur fyrir að hvaða marki hámarksfjárhæð hefur verið nýtt með greiðslu séreignarsparnaðar fyrra árs.
Ráðstöfun tilgreindar séreignar inn á lán er að jafnaði í formi eingreiðslu.
Nýta má iðgjöld vegna tilgreindrar séreignar sem greidd eru frá og með 1.janúar 2023.
Nei, ef þú átt íbúð þá er ekki í boði að nýta tilgreinda séreign. Ef þú ert með séreignarsparnað þá getur þú nýtt hann til að greiða inn á lán.
Séreignarsparnaður
Séreignarsparnaður er þín eign.
Valkvæður séreignarsparnaður er lífeyrissparnaður sem kemur til viðbótar lögbundnum lífeyrissparnaði. Hann er eign þess sem leggur fyrir og erfist að fullu. Greiða má séreignarsparnað til hvaða lífeyrissjóðs sem er og hægt er að flytja sparnaðinn á milli lífeyrissjóða.
Lífeyrissparnaður er lögbundinn réttur þinn.
Lögbundinn lífeyrissparnaður myndar rétt til ævilangs eftirlaunalífeyris auk réttar til örorku-, maka- og barnalífeyris. Í réttindaákvæðum Birtu lífeyrissjóðs er kveðið á um hvernig réttindum er skipt milli sjóðfélaga og eftir atvikum, barna þeirra og maka.
Vegna mótframlags launagreiðanda og hagstæðrar skattlagningar stenst enginn sparnaður samanburð við séreignarsparnað. Þeir sem nýta sér ekki möguleika til séreignarsparnaðar eru í raun að missa af umsömdum kjarabótum.
Það er einfalt að byrja séreignarsparnað. Fylla þarf út samning um séreignsparnað og undirrita rafrænt eða senda til sjóðsins. Í framhaldinu sendum við afrit af samningnum ásamt bréfi til launagreiðanda sem sér um að draga séreignarsparnað af launum og stendur skil á honum til lífeyrissjóðs.
Við val sparnaðarleiðar er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu, viðhorfi til áhættu auk þess sem sérstakar aðstæður hvers og eins geta skipt máli. Í stað þess að horfa á skammtímasveiflur ætti frekar að huga að því hvort fjárfestingarstefnan sé skynsamleg og þá er átt við markmið, fjárfestingartíma, áhættuþol, fjárhagslega stöðu og aðrar aðstæður.
Á sjóðfélagavefnum geturðu séð núverandi inneign og ávöxtun séreignarsparnaðarins. Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur tvisvar á ári en mikilvægt er að fara yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla.
Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.
Séreignarsparnaður er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri, að því gefnu að a.m.k. tvö ár séu liðin frá fyrstu innborgun. Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu séreignar vegna örorku eða fráfalls eiganda séreignarsparnaðarins.
Eftir að samningur hefur verið gerður um séreignarsparnað þá er launagreiðandi skyldugur til að draga iðgjöldin frá launum og greiða til lífeyrissjóðsins. Ef að launagreiðandi greiðir iðgjöldin ekki á réttum tíma eða næsta mánuði á eftir launatímabil er sjóðnum heimilt að innheimta dráttarvexti.
Sjóðurinn sendir yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur til sjóðfélaga tvisvar á ári sem geta þá farið yfir hvort iðgjöldin sem fram koma á yfirlitinu séu í samræmi við launaseðla. Ef iðgjöld skila sér ekki er rétt að hafa samband við sjóðinn sem fyrst vegna innheimtu þeirra.
Verði launagreiðandi gjaldþrota ábyrgist Ábyrgðarsjóður launa vangreiddar greiðslur í séreignarsparnað, allt að 4% framlagi.
Já, inneign þín í séreign erfist og skiptist á milli maka og barna þinna samkvæmt reglum hjúskapar- og erfðalaga.
Ekki er greiddur erfðafjárskattur af séreign
Já, allir þeir sem eiga séreignarsparnað og eru að kaupa eða byggja íbúðarhúsnæði geta nýtt uppsafnaðan séreignarsparnað til útborgunar á fyrstu íbúðarkaupum. Þá er einnig hægt að nýta séreign til að greiða inn á lán og/eða lækka mánaðarlega afborgun á óverðtryggðu láni. Skilyrði til að geta sótt um;
Þú þarft að vera með séreignarsamning
Þú þarft að vera að kaupa fyrstu íbúð eða mátt ekki hafa átt íbúð í 5 ár
Þú þarft að eiga að minnsta kosti 30% í eigninni
Þú þarft að sækja um innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings
Einstaklingur getur nýtt að hámarki 500.000kr á ári í samfellt 10 ár.
Já, þú getur nýtt uppsafnaðan séreignarsparnað til að kaupa fasteign. Þetta þarf ekki að vera þín fyrsta fasteign en það er einungis hægt að nýta viðbótariðgjald sem safnaðist á meðan þú eða maki þinn voru ekki skráðir eigendur fasteignar.
Já, það er hægt að nýta séreignarsparnað til að greiða mánaðarlega inn á húsnæðislán. En til þess að eiga rétt á því þá þarft þú að uppfylla ákveðin skilyrði:
Þú þarft að vera með séreignarsamning.
Þú þarft að hafa lán sem er tryggt með veði.
Lánið þarf að vera tekið til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota.
Hámarksheimild á ári er 500.000 kr. fyrir einstakling og 750.000 kr. fyrir hjón/sambúðarfólk.
Já, greiðslur úr séreign eru skattlagðar eins og aðrar tekjur.
Nei, séreignarsparnaður sem takmarkast við allt að 4% framlag sjóðfélaga og 2% framlag launagreiðanda hefur ekki áhrif á greiðslur hjá TR.
Þú þarft þó að hafa í huga að séreignarsparnaður umfram 6% (4% þitt framlag og 2% framlag launagreiðanda) sem þú eignaðist frá og með 1.janúar 2023, hefur áhrif á greiðslur eftirlauna frá TR, til skerðingar.
Lán
Þú átt rétt á láni ef þú uppfyllir skilyrði lánareglna:
Sjóðfélagar sem greitt hafa samtryggingariðgjöld 6 af síðastliðnum 12 mánuðum fyrir umsókn.
Sjóðfélagar sem greitt hafa samtryggingariðgjöld í 36 mánuði eða lengur.
Lífeyrisþegar Birtu, hafi þeir átt lánsrétt við töku lífeyris. Það sama á við um makalífeyrisþegar.
Sótt er um lán hjá Birtu lífeyrissjóði með því að skila rafrænni umsókn undir rafrænar umsóknir. Í kjölfarið er umsækjanda beint í rafrænt greiðslumat sem sér um gagnaöflun að mestu leyti. Athugið að allir þinglýstir eigendur þurfa að fara í greiðslumat.
Veðsetningarhlutfall er að hámarki 65% nema ef um fyrstu kaup er að ræða, en þá er það 75%. Einnig þarf lán að vera innan við 90% af samanlögðu brunabóta- og lóðarmati nema ef um lán vegna fyrstu kaupa er að ræða og veðsetningu yfir 65% en þá er hámarkið 100%.
Seðlabankinn setti reglur sem tóku gildi 1. des 2021. Þær fela í sér að greiðslubyrði fasteignalána má að hámarki vera 35% af ráðstöfunartekjum nema ef um fyrstu kaup er að ræða, þá má hún fara í 40% að hámarki. Við útreikning á greiðslubyrðarhlutfallinu er miðað við að lán sé jafngreiðslulán. Fyrir óverðtryggð lán er reiknað með 40 ára lánstíma og gildandi óverðtryggðum vöxtum á hverjum tíma en þó að lágmarki 5,5% vöxtum. Fyrir verðtryggð lán er reiknað með 25 ára lánstíma og gildandi verðtryggðum vöxtum en þó að lágmarki 3% vöxtum.
Lánstími getur verið á bilinu 5-40 ár. Gjalddagar eru 12 á ári, 1. hvers mánaðar.
Hámarkslán hjá Birtu eru 65 milljónir kr. fyrir hjón/maka/sambúðaraðila en tekur jafnframt mið að veðrými.
Lágmarkslán er 1 milljón.
Alla jafna er lánað út á þá eign sem fólk býr í. Hins vegar er hægt að fá lán á aðra fasteign eða fleiri en eina fasteign. Þó er ekki lánað til atvinnureksturs og því ekki tekið mið af leigutekjum í greiðslumati.
Já. En lánsfjárhæð á undan, á veðrétti frá öðrum fjármálastofnunum má ekki fara yfir 20% af virði eignarinnar þó að hámarki 30 milljónir. Samanlögð lán frá öðrum lánveitendum og Birtu lífeyrissjóð má ekki fara yfir 65% af fasteignamati ef um endurfjármögnun er að ræða en kaupverði ef um fasteignakaup er að ræða.
Nei. Sjóðurinn veitir ekki lán tengd erlendum gjaldmiðlum og tekur því ekki mið af erlendum tekjum í greiðslumati. Hins vegar, ef þú ert einnig með launatekjur í íslenskum krónum, getur greiðslumat grundvallast á þeim tekjum, til samræmis við gjaldmiðil lánsins. Umsækjandi verður að hafa lögheimili á Íslandi.
Já. Það er gert með skipun í heimabanka (ef netbanki hjá Íslandsbanka) en að öðrum kosti með millifærslu inn á reikning 526-22-1, kt. 421289-2639 (Íslandsbanki sem er innheimtuaðili) og lánsnúmer haft í tilvísun. Lán með breytilega vexti eru ekki með uppgreiðslugjald en skoða þarf sérstaklega hvort uppgreiðslugjald sé á lánum sem bera fasta vexti.
Lánareiknivélin reiknar úr greiðslubyrði láns og hvernig greiðslur skiptast á lánstímanum.
Já. Allir þinglýstir eigendur, óháð hve eignarhlutinn er stór, þurfa að fara í greiðslumat hjá sjóðnum við lántöku og verða samskuldarar.
Já. Hægt er að flytja lán hjá sjóðnum á aðra fasteign í eigu lántaka sem uppfyllir kröfur um veðtryggingu í lánareglum sjóðsins.
Já. Það eru engin takmörk á fjölda lána sem sjóðfélagar geta tekið hjá sjóðnum en hámarkslánsfjárhæðin eru 65 milljónir króna samtals.
Já, hægt er að endurfjármagna núverandi lán, krónu á móti krónu, en ekki er hægt að taka viðbótarlán.