Notendaskilmálar


Þessi vefsíða er í eigu og umsjá Birtu lífeyrissjóðs , kt. 430269-0389, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík, Íslandi. Birta lífeyrissjóður starfar skv. lögum og reglum íslenska ríkisins. Með því að fara inn á vefsíður Birtu telst þú hafa samþykkt þessa notkunarskilmála í heild sinni. Ef þú samþykkir ekki skilmálana eða samþykkir þá ekki að fullu hefur þú ekki heimild til að nota vefsvæði Birtu.

1. Umfang skilmála

Þessir skilmálar eiga við um vefsíðuna birta.is, alla notkun á vefsíðunni og þjónustusíðum þessarar vefsíðu, þ.e. Rafrænar umsóknir, Sjóðfélagavefur og Launagreiðendavefur.

2. Upplýsingavernd og vefkökur

Við gætum þessa virða persónuvernd þeirra sem heimsækja vefsvæðið okkar. Upplýsingum sem kunna að auðkenna þá sem heimsækja vefsvæðin okkar er aðeins safnað þegar notendur samþykkja það af fúsum og frjálsum vilja.

Birta notar vefkökur (e. cookies) í því skyni að gera vefsíður sínar betri og aðgengilegri fyrir notendur og til að auka þjónustustig. Til að upplifa alla þá eiginleika sem vefsíður Birtu bjóða uppá er mikilvægt að vafrinn samþykki vefkökur (e. cookies).

2.1 Vefkökur

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði vistar á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíður. Vefkökur gera okkur kleift að fá nafnlausar upplýsingar um hvernig notendur nota vefina og að muna stillingar notandans yfir ákveðinn tíma.

Ef þú vilt ekki nota vefkökur er hægt að breyta stillingum í vafranum sem þú notar svo að upplýsingarnar eru ekki vistaðar án þess að beðið sé um leyfi fyrst. Þú getur stillt vafra til að útiloka og eyða kökum.

 • Birta.is
  Þær upplýsingar sem þú veitir okkur eru vistaðar og skráðar í viðskiptasögu. Við notum gögn frá vefgreiningarþjónustu Google Analytics til að bæta heimasíðuna, og gera notendum síðunnar einfaldara og þægilegra að finna þær upplýsingar sem þeir leita að. Google Analytics, vefgreiningarþjónusta sem veitt er af Google, Inc. („Google“), notar vefkökur til að greina hvernig notendur nota vefsvæðið birta.is. Upplýsingar sem myndaðar eru með kökum um notkun þína á svæðinu (þ.m.t. IP-tölur) verða sendar til Google, sem geymir þær á netþjónum í Bandaríkjunum. Google mun nota þessar upplýsingar til að meta notkun þína á vefsvæðinu og veita aðra þjónustu sem tengist virkni á svæðinu og netnotkun. Google kann einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess eða þegar slíkir þriðju aðilar vinna úr upplýsingunum fyrir hönd Google. Google mun ekki tengja IP-töluna þína við önnur gögn sem Google hefur í fórum sínum.
 • Rafrænar umsóknir
  Þegar þú skráir þig inn á Rafrænar umsóknir vistast ein kaka (e. cookie) sem inniheldur upplýsingar um innskráninguna. Þær upplýsingar sem þú veitir okkur eru vistaðar og skráðar í viðskiptasögu. Innsend erindi verða að máli í málakerfi Birtu og er þá skipaður ábyrgðaraðili til að fara yfir málið og koma því í ferli. Við kunnum að hafa samband við þig með pósti, í síma eða með tölvupósti vegna afgreiðslu á þeim umsóknum og gögnum sem þú sendir okkur. Birta kann einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess.
 • Sjóðfélagavefur
  Þær upplýsingar sem þú veitir okkur eru vistaðar og skráðar í viðskiptasögu. Við kunnum að hafa samband við þig með pósti, í síma eða með tölvupósti til að veita þér upplýsingar um þína stöðu hjá sjóðnum. Birta kann einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess.
 • Launagreiðendavefur
  Þær upplýsingar sem þú veitir okkur eru vistaðar og skráðar í viðskiptasögu. Við kunnum að hafa samband við þig með pósti, í síma eða með tölvupósti til að veita þér upplýsingar um þína stöðu hjá sjóðnum. Birta kann einnig að senda þessar upplýsingar til þriðja aðila þegar lög krefjast þess.
3. Hugverkaréttur

Birta lífeyrissjóður á höfundarréttinn að öllum þeim upplýsingum sem birtar eru á vefsíðum Birtu nema annað sé sérstaklega tekið fram eða það leiði af lögum eða eðli máls. Skriflegt samþykki Birtu lífeyrissjóðs þarf til að endurbirta, dreifa eða afrita þær upplýsingar sem fram koma á vefsíðum Birtu.

4. Fyrirvari um ábyrgð

Birta lífeyrissjóður ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefsíðum Birtu né tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn um skemmri eða lengri tíma.

Upplýsingarnar og þjónustan sem er birt á vefsíðum Birtu fela á engan hátt í sér ráðgjöf í skilningi laga og bera notendur vefsins einir ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á vefnum, þ.m.t. en ekki einskorðað við, ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda.

4.1 Reiknivélar

Útreikningar í reiknivélum á vefsíðum Birtu byggja á upplýsingum sem notandi síðunnar hefur látið sjóðnum í té og hefur sjóðurinn ekki sannreynt áreiðanleika slíkra upplýsinga. Reynist upplýsingarnar rangar ber sjóðurinn ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem útreikningurinn getur valdið notandanum eða öðrum.

5. Breytingar á notendaskilmálum

Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er og slíkar breytingar munu gerast strax og við breytum þessum texta. Áframhaldandi notkun þín á síðum Birtu og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.

Við áskiljum okkur einnig rétt, án þess að tilkynna það öðrum, til að gera fyrirvaralausar breytingar á vefsíðum Birtu.

6. Gildistími

Skilmálar þessir eru gefnir út af Birtu lífeyrissjóði og gilda frá 22. maí 2018 þar til nýir skilmálar taka gildi.

Meðferð tölvupósts / e-mails


Meðferð tölvupósts

Allar upplýsingar sem fram koma í þessum tölvupósti og viðhengjum eru trúnaðarmál og eingöngu ætlaðar þeim sem pósturinn er stílaður á eða fulltrúa hans. Hafi tölvupósturinn borist röngum aðila er móttakanda hans, með vísan til 9. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti, skylt að gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samtímis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér. Í þeim tilvikum skal móttakandi eyða póstinum ásamt viðhengjum. Misnotkun á efni upplýsinganna eða fjölföldun er óheimil og getur verið refsiverð samkvæmt lögum.

E-mail disclai­mer

Please note that this e-mail and attachments, if applicable, is only intended for the person or entity to which it is addressed. If you are not the intended recipient, you are under obligation according to Icelandic law, i.e. Electronic Communications Act No. 81/2003, to notify the sender immediately and delete the e-mail and attachments. Please note that any use, dissemination, distribution or copying of this e-mail and/or attachments is strictly prohibited.