Birta lífeyrissjóður


Birta lífeyrissjóður er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsmanna ef miðað er við hreina eign til greiðslu lífeyris. Sjóðurinn starfar samkvæmt samþykktum sem samþykktar eru á ársfundi hans og síðan staðfestar af fjármálaráðuneytinu í samræmi við lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Sagan


Birta lífeyrissjóður tók formlega til starfa 1. desember 2016, að fengnu samþykki fjármálaráðuneytisins. Sjóðurinn varð til við samruna Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs.

Sameining Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs á sér langan óformlegan aðdraganda en formlegar sameiningarviðræður voru ekki teknar fyrr en fyrri hluta árs 2016. Yfirlýsing um könnunarviðræður Stafa og Sameinaða lífeyrissjóðsins var birt 4. maí og á aukaársfundum Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs þann 29. september sl. var einróma samþykkt að sameina sjóðina. 

Stofnfundur Birtu lífeyrissjóðs var haldinn í kjölfarið. Viðræður um sameiningu gengu vel og greiðlega fyrir sig og engar umtalsverðar hindranir urðu í veginum, enda sjóðirnir svipaðir að uppbyggingu og bakland þeirra sömuleiðis. Sameiningin miðaðist við stöðu sjóðanna í byrjun árs 2016 en ávinnsla réttinda í Birtu lífeyrissjóði hefst 1. janúar 2017. 

  • Sameinaði lífeyrissjóðurinn varð til í ársbyrjun 1992 með sameiningu Lífeyrissjóðs byggingarmanna og Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða. Hinn 1. janúar 1995 hófu félagsmenn í Lífeyrissjóði bókagerðarmanna, Lífeyrissjóði Félags garðyrkjumanna og Lífeyrissjóði múrara að greiða til sjóðsins. Frá 1. janúar 1996 greiddu félagsmenn í Lífeyrissjóði byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði og Lífeyrissjóði verkstjóra til sjóðsins. Þann 1. janúar 2002 hófu sjóðfélagar í Lífeyrissjóðnum Hlíf að greiða til Sameinaða lífeyrissjóðsins. 
  • Stafir lífeyrissjóður varð til við sameiningu Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífiðnar lífeyrissjóðs. Í maí 2005 var gefin út viljayfirlýsing um sameininguna, samrunasamningur var samþykktur í stjórnum beggja sjóða í apríl 2006 og á ársfundum og aukaársfundum í maí og júní. Til Stafa greiddu starfsmenn fyrirtækja sem áður tilheyrðu Sambandi íslenskra samvinnufélaga og félagsmenn í Rafiðnaðarsambandi Íslands og Matvæla- og veitingafélagi Íslands. 

Starfsfólk


Birta lífeyrissjóður
Anna María Hannesdóttir
.
Anna María Hannesdóttir
Birta lífeyrissjóður
Árni Vignir Pálmason
.
Árni Vignir Pálmason
Birta lífeyrissjóður
Birna Vilhjálmsdóttir
.
Birna Vilhjálmsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Elsa Dóra Grétarsdóttir
.
Elsa Dóra Grétarsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Erla Fanney Þórisdóttir
.
Erla Fanney Þórisdóttir
Birta lífeyrissjóður
Eyrún Einarsdóttir
.
Eyrún Einarsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Guðrún Högnadóttir
.
Guðrún Högnadóttir
Birta lífeyrissjóður
Guðrún Iðunn Jónsdóttir
.
Guðrún Iðunn Jónsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Hafdís Anna Bragadóttir
.
Hafdís Anna Bragadóttir
Birta lífeyrissjóður
Hanna Þórunn Skúladóttir
skrifstofustjóri
Hanna Þórunn Skúladóttir
Birta lífeyrissjóður
Helga Dögg Yngvadóttir
.
Helga Dögg Yngvadóttir
Birta lífeyrissjóður
Hjördís Björnsdóttir
.
Hjördís Björnsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Hrefna Sigurðardóttir
.
Hrefna Sigurðardóttir
Birta lífeyrissjóður
Íris Anna Skúladóttir
.
Íris Anna Skúladóttir
Birta lífeyrissjóður
Jóna G. Ólafsdóttir
.
Jóna G. Ólafsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Kolbrún Kjartansdóttir
.
Kolbrún Kjartansdóttir
Birta lífeyrissjóður
Kristján Geir Pétursson
.
Kristján Geir Pétursson
Birta lífeyrissjóður
Loftur Ólafsson
.
Loftur Ólafsson
Birta lífeyrissjóður
Ólafur Sigurðsson
framkvæmdastjóri
Ólafur Sigurðsson
Birta lífeyrissjóður
Óskar Magnússon
.
Óskar Magnússon
Birta lífeyrissjóður
Óskar Örn Ágústsson
.
Óskar Örn Ágústsson
Birta lífeyrissjóður
Sigrún Gröndal
.
Sigrún Gröndal
Birta lífeyrissjóður
Sigrún Þóra Björnsdóttir
.
Sigrún Þóra Björnsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Sigurbjörn Einarsson
.
Sigurbjörn Einarsson
Birta lífeyrissjóður
Sigþrúður Jónasdóttir
.
Sigþrúður Jónasdóttir
Birta lífeyrissjóður
Sjöfn Guðmundsdóttir
.
Sjöfn Guðmundsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Soffía Gunnarsdóttir
.
Soffía Gunnarsdóttir
Birta lífeyrissjóður
Stefán Birgisson
.
Stefán Birgisson
Birta lífeyrissjóður
Svala Sigurðardóttir
.
Svala Sigurðardóttir
Birta lífeyrissjóður
Svanheiður Ingimundardóttir
.
Svanheiður Ingimundardóttir
Birta lífeyrissjóður
Þóra Erlingsdóttir
.
Þóra Erlingsdóttir
Birta lífeyrissjóður

Þjónustuskrifstofa


Opið er frá 9:00-16:00 alla virka daga.

Sundaboginn

Birta lífeyrissjóður

  • Sundaboginn, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík.
  • Netfang: birta@birta.is
  • Sími: 480 7000