04. desember 2017
Aðventuinnlit hjá Birtu
self.header_image.title

Jólaföstukyrrð og –stemning í aðsetri Birtu lífeyrissjóðs síðdegis í gær, fimmtudaginn 7. desember. Opið hús og sjóðfélagar litu inn til að sjá húsakynnin, hitta starfsfólk og aðra gesti og dreypa á rjúkandi súkkulaði með rjóma.

Aðventukaffi og opið hús á aðventu var hefð sem skapaðist hjá Stöfum lífeyrissjóði og hefur nú verið tekin upp hjá Birtu með góðum árangri.

Lífeyrissjóðurinn hóf starfsemi sína 1. desember 2016 eftir sameiningu Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Starfsmenn höfðu eðli máls samkvæmt mörgum öðrum hnöppum að hneppa í fyrra en að efna til jólakaffiboðs en nú árið er liðið og fyrsta aðventukaffi Birtu lífeyrissjóðs að baki.

Sjóðfélagar sem komust ekki til okkar í gær eða misstu af aðventukaffinu af einhverjum ástæðum mega vita að jólin koma alltaf aftur og aðventukaffið sömuleiðis. Það er líka eðli máls samkvæmt. 

Gleðilega jólaföstu.