16. maí 2022
Ársskýrsla 2021 er komin út
self.header_image.title

Ársskýrsla Birtu 2021 er komin út.

Í skýrslunni má finna ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi sjóðsins.

Ársskýrsla Birtu lífeyrissjóðs er nú í þriðja sinn útfærð í samræmi við GRI-staðla (Global Reporting Initiative Standards). Með því að birta ársskýrslu samkvæmt þeim viðmiðum er sjóðurinn að gefa dýpri mynd af starfseminni og áhrifum hans á samfélagið.

Í skýrslunni er annars vegar hægt að nálgast hefðbundinn ársreikning sjóðsins með skýringum en hins vegar er fjallað um samfélagslega ábyrgð sjóðsins, efnahag sjóðsins og áhrif hans á umhverfi sitt og samfélag.

Ársfundur Birtu verður haldinn fimmtudaginn 19. maí kl. 17 á Icelandair hóteli Reykjavík Natura. Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn.