Sjá nánar >
16. ágúst 2018
Atkvæðagreiðslur og athugasemdir á aðalfundum skráðra hlutafélaga á árinu 2018
self.header_image.title

Til að auka gagnsæi um störf Birtu sem hluthafa á markaði hefur sjóðurinn birt samantekt um ráðstöfun atkvæðisréttar á aðalfundum skráðra hlutafélaga. Samantektin sýnir jafnframt hvar fulltrúar sjóðsins lögðu fram athugasemdir undir einstaka dagskrárliðum.

Eigendastefna Birtu

Eigendastefnu Birtu er ætlað að vera til leiðbeiningar um þær kröfur sem sjóðurinn gerir til góðra stjórnarhátta auk umhverslegra- og félagslegra þátta í þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í á hverjum tíma. Stefnan tekur fyrst og fremst til íslenskra félaga, skráðra og óskráðra, hvort sem eignarhlutur sjóðsins í viðkomandi félagi telst meiri- eða minniháttar. Möguleikar sjóðsins til að hafa áhrif ráðast þó eðli máls samkvæmt af eignarhaldi sjóðsins og hlutdeild í einstökum félögum.

Birta leitast við að sækja hluthafafundi þeirra félaga sem sjóðurinn á eignarhlut í og fer framkvæmdastjóri eða annar sá aðili sem hann veitir umboð með atkvæðisrétt sjóðsins. Sjóðurinn hefur ekki bein afskipti af stjórnarstörfum en leggur ríka áhersla á góða upplýsingagjöf, hófleg starfskjör stjórnenda, vandaða stjórnsýslu, virkt innra eftirlit, áhættustýringu og samfélagslega ábyrgð.