11.06.2017

Aukaársfundur Birtu 2017

Stjórn Birtu lífeyrissjóðs boðar til aukaársfundar fimmtudaginn 22. júní kl. 17 á Grand Hótel Reykjavík, í Hvammi fundarsal.

aukaársfundarauglýsing

Á dagskrá fundarins er tillaga til breytinga á samþykktum sjóðsins.

Breyta þarf samþykktum svo launamenn geti frá 1. júlí nk. ráðstafað iðgjaldi umfram 12% í svokallaða tilgreinda séreign líkt og kveðið er á um í kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016.

Tillögur stjórnar um breyttar samþykktir sjóðsins er að finna hér að neðan.
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á fundinum.