10. janúar 2022
Aukið val sparnaðarleiða í Tilgreindri séreign
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður bíður nú upp á aukið val sparnaðarleiða Tilgreindrar séreignar.

Tilgreind séreign er sérstök tegund séreignarsparnaðar. Með Tilgreindri séreign geta sjóðfélagar valið að ráðstafa allt að 3,5% skylduiðgjalds í séreignarsjóð. Innstæða í tilgreindri séreign er eign þess sem leggur fyrir og erfanleg að fullu í samræmi við reglur erfðalaga.

Þær leiðir sem í boði eru:

Blönduð leið:

  • Eignir samanstanda af skuldabréfum og hlutabréfum. Blandaða leiðin hentar einkum þeim sem vilja ávaxta til lengri tíma og þola sveiflur í ávöxtun.

Skuldabréfaleið:

  • Eignir eru nánast eingöngu skuldabréf auk lítils hluta í innlánum. Skuldabréfaleið hentar einkum þeim sem vilja forðast sveiflukennda ávöxtun séreignarsparnaðar og þeim sem eru komnir á seinni hluta starfsævinnar.

Innlánsleið:

  • Ávöxtun er háð kjörum á innlánum á hverjum tíma og er stærstur hluti eigna verðtryggð, bundin innlán. Innlánsleið hentar þeim sem eru að nálgast eftirlaunaaldur eða eru farnir að nýta séreign sína til útgreiðslu.

Sparnaðarleiðir Birtu

Við val á sparnaðarleið er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu því ávöxtun liðins tíma segir ekki endilega til um ávöxtun í framtíðinni.

Sjóðfélagar sem eiga inneign í Tilgreindri séreign geta nú valið um að breyta séreignarleiðum en núverandi inneign er ávöxtuð í Blandaðri leið.

Hægt er að breyta um sparnaðarleið með því að fylla út beiðni hér.

Við hvetjum ykkur til að hafa samband til að fá nánari upplýsingar um val á sparnaðarleiðum.

Hér er hægt að skoða ávöxtun leiðanna.