12. október 2022
Besta lífeyriskerfið á Íslandi annað árið í röð
self.header_image.title

Íslenska lífeyriskerfið er í efsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem ráðgjafarfyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute standa að.

Íslenska lífeyriskerfið er í fyrsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu Mercer-CFA stofnunarinnar, annað árið í röð. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í mælingunum á síðasta ári og er meðal 44 landa í samanburðinum, úr öllum heimsálfum. Einkunn Íslands hækkar á milli ára, einnig Hollands sem er í öðru sæti en Danmörk er áfram í þriðja sæti með óbreytta einkunn á milli ára. Þessi þrjú ríki eru þau einu sem komst í A-flokk við einkunnargjöfina sem þýðir að í þessum löndum er fyrsta flokks lífeyriskerfi með góðum lífeyri, sjálfbærni og sem nýtur trausts.

Góð útkoma fyrir íslenska lífeyriskerfið

Ísland fær góða útkomu í mörgum þáttum en ekki mjög slaka útkomu í neinum þætti. Í því liggur ágæt heildarútkoma íslenska lífeyriskerfisins. Í skýrslunni er farið yfir hvaða þættir skila Íslandi efsta sætinu og má þar meðal annar nefna skyldusparnað alls launafólks með hárri iðgjaldaprósentu leiði til þess að verulegar eignir eru lagðar til hliðar fyrir framtíðina, góða stjórnarhætti og regluverk lífeyrissjóða í kerfi með góða eiginleika. Í skýrslunni er einnig bent á hvernig unnt væri að hækka heildareinkunn Íslands enn frekar. Það yrði helst gert með því að minnka skuldir heimila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, huga betur að jöfnun lífeyrisréttinda við skilnað og minnka skuldir ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.