26. janúar 2024
Birta auglýsir eftir sérfræðingi í eignastýringu
self.header_image.title

Birta lífeyrissjóður óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á eignastýringarsviði sjóðsins. Birta er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins ef miðað er við hreina eign til greiðslu lífeyris sem var um 620 milljarðar kr. um sl. áramót. Sjóðurinn starfrækir bæði samtryggingardeild og séreignadeild, en sú síðarnefnda tekur líka til tilgreindrar séreignar.

Forstöðumaður eignastýringarsviðs er næsti yfirmaður þeirra sérfræðinga sem tilheyra sviðinu. Um áhugavert og krefjandi starf er að ræða þar sem eignasafn Birtu er fjölbreytt og umfangsmikið.

Hæfniskröfur og menntun:

 • Menntun sem nýtist í starfi, þ.e. viðskipta-, hag- eða verkfræði
 • Próf í verðbréfamiðlun
 • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði er skilyrði
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Fagleg framkoma og vinnubrögð
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði og nákvæmni
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Starfsmaður í eignastýringarteymi og fjárfestingaráði sjóðsins sem nú telur fjóra starfsmenn, þ.m.t. forstöðumann
 • Umsýsla og uppbygging á eignasafni sjóðsins
 • Fjárfestingaákvarðanir í samræmi við fjárfestingarstefnu sjóðsins
 • Samstarf og ákvörðunartaka í eignastýringarteymi sjóðsins
 • Eftirlit, eftirfylgni og mat á ávöxtun og áhættu eignasafns sjóðsins
 • Greining á einstökum fjárfestingarkostum til skemmri og lengri tíma
 • Samskipti við aðila á fjármálamarkaði, bæði hérlendis og erlendis
 • Skýrslugerð og upplýsingagjöf til stjórnenda og stjórnar sjóðsins
 • Önnur tilfallandi verkefni á eignastýringarsviði sjóðsins

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is, ráðgjafi hjá Hagvangi.

sótterum