28. júní 2019
Birta lækkar vexti sjóðfélagalána
self.header_image.title

Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, segir að breytilegir, verðtryggðir vextir taki breytingum á þriggja mánaða fresti, það er að segja á fyrsta degi mánaðar í upphafi ársfjórðungs. Stjórn lífeyrissjóðsins meti viðmið til vaxtaákvarðana á hverjum tíma. Ákveðið áhyggjuefni sé hve lítil viðskipti séu með skuldabréf Íbúðalánasjóðs sem jafnan hafi verið vaxtagrunnur og viðmið.

Íris Anna Skúladóttir, lánastjóri Birtu, segir að vextir sjóðsins hafi lækkað undanfarin ár og lækki enn. Það skýri vafalaust þá staðreynd að sjóðfélagalánum í vanskilum hafi fækkað verulega og vanskil séu raunar í sögulegu lágmarki um þessar mundir.

Nýjum sjóðfélagalánum Birtu hefur fjölgað verulega undanfarin ár og má vafalítið skýra það með því að vextir hafa lækkað og lántökugjald lækkað sömuleiðis. Lántökugjaldið er reyndar orðið föst krónutala, óháð lánsfjárhæð.

Meðalverðbólga sl. 12 mánaða og sl. 10 ára er svipuð eða á bilinu 3,2%-3,6%. Hún hefur því verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug.

Mynd af vaxtabreytingum óverðtryggðra

vaxtabreytingar verðtryggðra